Opið hús: Hólmgarður 19, 108 Reykjavík, Íbúð merkt: 101. Eignin verður sýnd sunnudaginn 25. maí 2025 milli kl. 12:00 og kl. 12:30.
Lýsing
Eignin Hólmgarður 19 er skráð sem hér segir 2ja herbergja íbúð á jarðhæð með sér inngangi, birt stærð 62.5 fm.
Nánari upplýsingar veita:
Bjarklind Þór Löggiltur fasteignasali, í síma 6905123, tölvupóstur Bjarklind@borgir.is.
Jóhanna Margrét Jóhannsdóttir Löggiltur fasteignasli, í síma 8200788, tölvupóstur johanna@borgir.is
Nánari lýsing eignar:
Forstofa: Flísalögð
Gangur/Hol: Með harðparketi og tvöföldum skáp
Svefnherbergi: Með harðparketi og lausum fataskápum, stórum og góðum glugga.
Eldhús: Með flísum á gólfi, ljósri IKEA innréttingu, eldavél.
Stofa: Með harðparketi á gólfi, glugga sem snýr út í garð til suð/vesturs.
Baðherbergið: Með walk in sturtu, opnanlegum glugga, snyrtilegri IKEA innréttingu og öryggisdúk á gólfinu.
Sér inngangur er inní eignina og því auðvelt að ganga beint út í garð. Úr forstofu er gengið í geymslu/búr og einnig í sameiginlegt stórt þvotta/þurrkherbergi.
Sólríkur, rúmgóður og sameiginlegur garður
Um 5 ár eru síðan skipt var um þak
Skipt var um lagnir fyrir um 2-3 árum síðan í íbúðinni en ekki í stofu og herberginu.
Rafmagnið var endurnýjað fyrir um 20 árum.
Baðherbergið var allt endurnýjað fyrir um 3 árum.
Skipt um glugga fyrir um 15 árum.
Möguleiki er að stækka eignina í báðar áttir með viðbyggingu.
Umhverfi:
Hólmgarður er í vinsælu rótgrónu hverfi þar sem stutt er í alla helstu þjónustur, þ.a.s skóla,leikskóla og verslanir í Skeifunni, Hagkaup, Bónus og Krónuna. Stutt er í næstu hleðslustaura.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Vill Borgir því skora væntanlega kaupendur á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bæra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 70.000 mvsk.