Lýsing
Miklaborg kynnir: Glæsilega um 90 m² íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi sem hannað er með þarfir fólks 50 ára og eldri í huga en húsið er einmitt ætlað þeim aldurshópi og eldri. Húsið er viðhaldslétt og staðsett á rólegum og eftirsóttum stað í Grafarvogi með góðri aðstöðu og þjónustu í næsta nágrenni.
Útgengt er út á yfirbyggðar suðursvalir með fallegum tréflísum – kjörinn staður til að njóta kaffibolla og útsýnis í sólinni. Með íbúðinni fylgir stæði í upphituðu bílageymsluhúsi og þar er komið fyrir rafmagnstengli fyrir hleðslustöð.
Pantið skoðun hjá Jóni Rafni fasteignasala í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is
Nánari lýsing á íbúðinni
Komið er inn í bjarta forstofu með parketi á gólfi og fallegum eikarfataskáp. Eldhúsið er parketlagt með vandaðri eikarinnréttingu sem býður upp á mjúka lokun á skúffum og ríkulegt skápapláss Flísar eru á milli efri og neðri skápa og innbyggðar AEG tæki fylgja með þar á meðal uppþvottavél, keramikhelluborð og gufugleypir Granít borðplata setur glæsilegan svip á rýmið. Stofa og borðstofa mynda opið og bjart alrými með parketi á gólfi og útgengi á yfirbyggðar suðursvalir sem eru klæddar tréflísum. Hjónaherbergið er rúmgott og parketlagt með stórum eikarfataskáp. Annað svefnherbergi eða barnaherbergi er einnig með parketi og eikarfataskáp. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með sturtu, handklæðaofni og eikarinnréttingu með granít borðplötu Auk þess er skápur til hliðar sem eykur geymslupláss. Þvottahúsið er sér innan íbúðar, flísalagt með efri skápum, skolvaski og borðplötu Þar er tengt fyrir þvottavél og þurrkara og komið fyrir þvottasnúrum
Í bílageymslu hefur verið komið upp nýrri rafhleðslulausn og fyrir utan húsið er rafhleðslustaur. Húsgjöld eru 30.000 kr. á mánuði og innifalið í þeim er allur almennur rekstur húsfélagsins rafmagn og hiti í sameign þrif á sameign og sorpgeymslu ásamt húseigendatryggingu. Stutt er í alla helstu þjónustu, verslanir, sundlaug, golfvöllur og fallegar gönguleiðir eru í næsta nágrenni og skapa aðlaðandi umhverfi fyrir rólegt og þægilegt daglegt líf
Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn fasteignasali í síma 6955520 eða jon@miklaborg.is