Opið hús: Skyggnisbraut 30, 113 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 02 07. Eignin verður sýnd fimmtudaginn 14. ágúst 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Lýsing
Björt og vel skipulögð þriggja herbergja íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi við Skyggnisbraut 30 í Reykjavík.
Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og geymslu.
Nánari lýsing:
Forstofa: Komið er inn í forstofu með fataskápum.
Eldhús: Rúmgott eldhús með góðu skúffu- og skápaplássi. Innbyggð uppþvottavél, bakaraofn, spanhelluborð og gufugleypir.
Stofa: Björt og rúmgóð stofa með glugga á tvo vegu í opnu rými með eldhúsinu.
Svalir: Úr stofunni/eldhúsi er útgengt út á um 8m2 svalir sem snúa í suður og eru með frábæru útsýni. Búið er að setja upp snyrtilega svalalokun en möguleiki er að draga glerið frá.
Hjónaherbergi: Rúmgott herbergi með stórum fataskápum.
Svefnherbergi: Gott svefnherbergi með fataskápum.
Baðherbergi: Flísalagt baðherbergi með upphengdri innréttingu, sturtu og upphengdu wc. Á baðherberginu er gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara.
Geymsla: Innan íbúðar er góð geymsla.
Sameign: Snyrtileg sameign með lyftu, í kjallara hússins er hjóla- og vagnageymsla.
Bílastæði: Sérmerkt stæði í bílskýli tilheyrir eigninni.
Glæsilegt útsýni er úr íbúðinni þar sem engin byggð er sunnan eða austan megin við húsið.
Fallegar gönguleiðir í næsta nágrenni, m.a. Úlfarsfell sem er í göngufæri.
Allar nánari upplýsingar veitir:
Jón Óskar Karlsson, löggiltur fasteignasali, í síma 693 9258 eða jonoskar@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat