Lýsing
Miklaborg kynnir: Glæsileg 3ja herb. íbúð á Héðinsreit – 101 RVK
Falleg og vel skipulögð íbúð með tveimur svefnherbergjum, opnu og björtu alrými með gólfsíðum gluggum, Axis innréttingum, quartz-borðplötum og gólfhita. Húsið, byggt 2023, hannað af Arkþing/Nordic, státar af vönduðum frágangi og glæsilegum inngarði frá Landslag. Einstök staðsetning í hjarta Vesturbæjar – stutt í miðbæ, sjávarsíðuna, veitingastaði og verslanir. Íbúðin er laus frá og með 1. nóvember
Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is
Nánari lýsing
Forstofa: Parket á gólfi, fataskápur. Eldhús: Parket á gólfi, dökk innrètting frá Axis, quartzborðplata frá Granítsmiðjunni, undirlímdur vaskur. Spanhellluborð, combi-bakarofn, innbyggður ísskápur og uppþvottavél.
Stofa: Rúmgóð og björt, parket á gólfi, gólfsíðir gluggar, útgengi á vestursvalir.
Hjónaherbergi: Parket á gólfi, fataskápur frá Axis.
Svefnherbergi 2: Parket á gólfi, fataskápur frá Axis, gólfsíður gluggi.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og hluta veggja, dökk innrétting með ljósri quartzborðplötu, útdraganlegum skúffum og handlaug. Speglaskápur fyrir ofan innréttingu. Sturta með sturtugleri, upphengt salerni, handklæðaofn. Tengi fyrir þvottavél er á baðherbergi, skápur fyrir ofan vélar.
Sérgeymsla (8,6 fm) í sameign, merkt 017 ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is