Opið hús: Eskihlíð 31, 105 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 00 01. Eignin verður sýnd miðvikudaginn 20. ágúst 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Lýsing
Íbúðin skiptist í forstofu og gang, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og tvær litlar geymslur. Auk þess er sameiginlegt þvottahús einnig á jarðhæð.
Húsið hefur einnig verið mikið endurnýjað á síðustu árum en meðal annars er búið að steina það að utan, skipta um járn og pappa á þaki auk þess sem frárennslislagnir og dren hefur verið endurnýjað.
Bókið skoðun hjá Kristján Gíslason í síma 691-4252, eða kristjan@gimli.is
NÁNARI LÝSING:
Komið er inn í forstofu, sem er fremst á gangi, sem liggur inn eftir íbúðinni. Í forstofunni er fatahengi. Á hægri hönd er minna svefnherbergið, sem er með fallegum hornglugga. Þar við hliðina er stærra svefnherbergið, með fatahengi og góðum glugga. Hinum megin við ganginn er baðherbergið, en það er nýuppgert, með sturtu og vegghengdu salerni. Flísar eru á gólfi og í kringum sturtu. Við hlið baðherbergis eru fataskápar á ganginum og síðan eldhúsið, rúmgott með nýlegri innréttingu og góðum eldhúskrók. Stofan er við hlið eldhúss, björt og rúmgóð með gluggum á tvo vegu.
Tvær geymslur fylgja íbúðinni. Önnur er útigeymsla (1,8 fm) og hin (0,8 fm) er undir stiga á jarðhæð.
Þvottahús er í sameign á jarðhæð. Hver íbúð er með sína þvottavél, sem tengd er við rafmagn viðkomandi íbúðar.
Sér hita- og rafmagnsmælir er fyrir íbúðina. Flotuð gólf eru á öllum rýmum íbúðarinnar, nema á baðherbergi, þar eru flísar.
Í dag getur eigandi íbúðarinnar lagt bíl sínum fyrir aftan húsið, við hlið bílskúranna.
Að sögn eiganda var skipt um neysluvatnslagnir í allri íbúðinni árið 2021, og gólfin flotuð. Sett var ný eldhús innrétting, skipt um allt rafmagn í eldhúsinu og sett ný tafla fyrir bakarofn. Annað rafmagn í íbúðinni var yfirfarið. Þá var baðherbergið tekið í gegn og sett "walk in" sturta, upphengt salerni og flísar í kringum sturtuna og á gólfið. Skipt var um krana á öllun ofnum og settur nýr þrýstijafnari.
Húsið var steinað 2021, skólp og dren endurnýjað 2015 og skipt um pappa og járn á þaki fyrir rétt rúmum 20 árum. Kominn er tími á að mála þakið og einnig er komið að viðhaldi á gluggum íbúðarinnar. Staða hússjóð er mjög sterk.
Björt og falleg íbúð í glæsilegu fjórbýli, á frábærum stað í Hlíðunum. Örstutt í grunn- og framhaldsskóla og ýmsa aðra þjónustu auk þess sem frábærar gönguleiðir um Öskjuhlíð eru skammt frá.
Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnaði því 40 ára starfsafmæli á árinu 2022. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Gimli fasteignasala leggur áherslu á traust, áreiðanleika og góða þjónustu.
Það er okkar trú að það skipti öllu máli í fasteignaviðskiptum að viðskiptavinurinn fái trausta og góða þjónustu. Við hjá Gimli höfum stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti í meira en fjóra áratugi. Hjá okkur starfa sérhæfðir og reyndir fasteignasalar sem sinna stórum sem smáum verkefnum af nákvæmni og þekkingu sem skilar árangri.
Hvar erum við?
Gimli Fasteignasala er staðsett á jarðhæð í Skipholti 35 í Reykjavík en einnig rekum við söluskrifstofu að Eyrarvegi 29. 2 hæð á Selfossi.
Við höfum opið frá 10-15 mánudaga til föstudaga. Sláðu á þráðinn eða líttu við hjá okkur í Skipholtinu næst þegar þú átt leið hjá. Við erum alltaf með heitt á könnunni.
Gimli gerir betur...