Lýsing
Heimili fasteignasala og Anna Sigurðardóttir löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu glæsilega fimm herbergja 154,3 fm íbúð með risi ásamt bílskúr á eftirsóttum stað í Árbæjarhverfinu við Skógarás 3.
Nánari lýsing neðri hæð:
Gengið er inn í flísalagt hol með góðum skápum. Stofa og eldhús eru í björtu opnu rými og útgengi er út á rúmgóðar suður svalir úr stofu. Í eldhúsi er hvít innrétting, borðplötur úr límtré, bakarofn á vegg og keramik helluborð. Parket er á gólfum í stofu og eldhúsi. Inn af eldhúsi er þvottahús með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Tvö svefnherbergi eru á neðri hæðinni með góðum skápum og parketi á gólfum. Baðherbergið er rúmgott með hvítri innréttingu, baðkar með sturtu og nuddstútum, upphengt wc, flísar á gólfi og að hluta til á veggjum.
Nánari lýsing ris:
Gengið er úr holi upp hringstiga á efri hæðina. Efri hæðin sem er með parketi á gólfum utan baðherbergis skiptist í tvö mjög rúmgóð svefnherbergi, sjónvarpshol með stórum fataskáp og lítið baðherbergi með upphengdu wc og vaski. Nýlegir stórir opnarlegir þakgluggar sem veita fallegri birtu inn í rýmin eru í öllum herbergjum í risi utan baðherbergis. Góðir geymsluskápar undir súð.
Hús að utan: Að sögn eigenda hefur húsið fengið mjög gott viðhald í gegnum árin. Húsið var málað 2019 og skipt um þakjárn og pappa, nýjar rennur, þakkantur endurnýjaður að hluta og skipt um þakglugga og glugga að hluta. Hurðir fyrir ruslageymslu og hitakompu endurnýjaðar. Á þessu ári er verið að ljúka gluggaskiptum, og endurnýja útihurðir í sameign.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Anna Sigurðardóttir lgf. S. 898-2017 / as@heimili.is
Hér er um að ræða virkilega rúmgóða og skemmtilega eign í fjölskylduvænu og eftirsóttu hverfi í næsta nágrenni við vinsæl útivistarsvæði, fallegar göngu- og hjólaleiðir ásamt öflugu skóla- og íþróttastarfi.
Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002. Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á heimili@heimili.is og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.