Lýsing
Virkilega fallega og mjög rúmgóða 5 herbergja endaíbúð á 2. hæð í lyftuhúsi við Vindakór í Kópavogi. Öll herbergi mjög rúmgóð, tvöföld stofa og alrýmið mjög rúmgott með fallegu útsýni til fjalla.
Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu/borðstofu, fjögur svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús innan íbúðar en henni fylgir einnig stæði í bílakjallara, sér rúmgóð geymsla og hlutdeild í sameign.
Birt stærð samkv. HMS 195,2 m² og skiptist í íbúðarrými 175,6 fm. ásamt geymslu sem er 19,6 fm. Samtals 195,2 fm.
Eignin getur verið afhent fljótt eða eftir samkomulagi.
SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT eða nánari upplýsingar og skoðunartíma veitir Ingibjörg Agnes í síma 897-6717 eða inga@landmark.is
✅ Björt og mjög rúmgóð endaíbúð.
✅ Stæði í bílakjallara.
✅ Fallegt útsýni til fjalla og nálægð við Heiðmörk.
✅ Sólríkar svalir.
✅ Skóli, leikskóli, og verslun í göngufæri.
Nánari lýsing:
Forstofa: Er flísalögð, mjög rúmgóð með góðum fataskápum og geymslu bekk.
Hol: Er parketlagt og þaðan er gengið inn í önnur rými.
Eldhús: Er með U-laga innréttingu með ljósum stein á borðum, miklu vinnupláss og tengi fyrir uppþvottavél. Ofn í vinnuhæð, keramík helluborð og háfur. Gott pláss við endann á innrréttingunni fyrir 3-4 stóla.
Stofa/borðstofa: Björt, falleg og rúmgóð stofa með glugga á tvo vegu, og útgengt á rúmgóðar svalir.
Hjónaherbergi: Er mjög rúmgott, parketlagt með góðum fataskápum með rennihurðum.
Herbergi 1: Er rúmgott, parketlagt með fataskáp.
Herbergi 2: Er rúmgott, parketlagt með fataskáp.
Herbergi 3: Er rúmgott, parketlagt með fataskáp.
Baðherbergi: Er rúmgott, flísalagt í hólf og gólf. Upphengt salerni, baðkar, sturtuklefi, handklæðaofn og rúmgóð innrétting.
Þvottahús: Er flísalagt með innréttingu og skolvaski.
Geymsla: Er á jarðhæð (19,6 fm smkv. HMS).
Stæði: í bílakjallara, hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl fylgir með. Stæði merkt (B-03)
Virkilega björt og fín fjölskylduvæn íbúð í lyftuhúsi með stæði í bílakjallara. Stutt er í skóla, leikskóla og íþróttaaðstöðu í Kórnum ásamt helstu þjónustu. Fallegar göngu/útivistarleiðir í nágrenninu og nálægð við Heiðmörk og Guðmundarlund.
Húsgjöld eignar eru samtals kr. 58.032.- á mánuði en þá er innifalinn allur almennur rekstur húsfélags, rekstur á bílakjallara, allur hiti, rafmagn í sameign, húseigendatryggin.
Samkv. seljanda hafa eftirfarandi framkvæmdir átt sér stað á síðustu árum:
* 2022-23 skipt um þakpakka og flasningar og vatnshalli lagaður á þaki, þaksvölum og lyftuhúsi. Smíðaverk Þaklagnir sáu um framkvæmd.
* 2023-24 innsprautun í sprungur þar sem þurfti.
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat