Opið hús: Rósarimi 6, 112 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 02 05. Eignin verður sýnd miðvikudaginn 10. september 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Lýsing
Vel skipulögð og björt 3ja herbergja íbúð á 2. hæð (efsta hæð). Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús með borðkrók, 2 svefnherbergi, baðherbergi með þvottaaðstöðu og sérgeymslu í sameign. Skv. skráningu HMS er íbúð 72,2 fm og geymsla 5,2 fm, samtals 77,4 fm. Eigninni fylgir merkt bílastæði. Glæsilegt útsýni úr íbúð. Eignin er laus fljótlega.
Nánari upplýsingar veitir:
Þórarinn Thorarensen sölustjóri s. 770-0309 eða th@landmark.is
Sveinn Eyland lögg. fast.
NÁNARI LÝSING:
Forstofa: Rúmgóð og með góðu skápaplássi. Parket á gólfi
Stofa: Rúmgóð og björt með parket á gólfi
Eldhús: Hvít viðarinnrétting. Viðarborðplata. Tengi fyrir uppþvottavél. Innbyggður búrskápur. Útgengi á vestur svalir. Flísar á gólfi.
Herbergi: Stór fataskápur. Linóleum dúkur á gólfi.
Herbergi: Linóleum dúkur á gólfi. Fataskápur.
Baðherbergi: Walk-in sturta, innrétting með vaski. Handklæðaskápur. Góð aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara. Flísar á gólfi og veggjum.
Sérgeymsla í kjallara ásamt sameiginlegri hjólageymslu. Sameign snyrtileg.
Ytra byrði: Nýlega búið að gera við múr og mála hús að utan.
Vel staðsett íbúð á efstu hæð í vel viðhöldnu fjölbýli með frábæru útsýni. Stutt í alla helstu þjónustu og skóla.
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat