Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Víðir Arnar Kristjánsson
Árni Helgason
Vilborg Gunnarsdóttir
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir
Soffía Sóley Magnúsdóttir
Vista
svg

502

svg

416  Skoðendur

svg

Skráð  13. sep. 2025

fjölbýlishús

Álfatún 33

200 Kópavogur

79.300.000 kr.

799.395 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2057927

Fasteignamat

70.250.000 kr.

Brunabótamat

59.500.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1984
svg
99,2 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sameiginl. inngangur

Lýsing

---- SELD ----  Er með ákveðin aðila sem er búinn að selja og leitar eftir svipaðri eign.
Ef þú átt sambærilega eign og ert í söluhugleiðingum þá máttu gjarnan vera í sambandi. 


Allar frekari upplýsingar veitir Sölvi Sævarsson í s. 618-0064 eða solvi@domusnova.is 
Fáðu frítt fasteignaverðmat - fastverdmat.is

Domusnova og Sölvi Sævarsson lgf, kynna í sölu:  Einstaklega vel skipulögð og björt 3ja herbergja íbúð á 1. hæð (01-02) í 4ra íbúða stigahúsi á þessum sívinsæla stað við Álfatún 33 í Kópavogi. Fallegt útsýni yfir Fossvogsdalinn. Tvennar svalir norður- og suðursvalir með gróðurkerjum við handrið. Gott sérmerkt bílastæði í opnu bílskýli við inngang inn í hús. 
Eignin hefur verið töluvert endurnýjuð á síðustu tíu árum. Húsið og lóðin hafa einnig fengið reglulegt og gott viðhald á síðustu árum.

Eignin er alls 99,2 m² íbúðin er skráð 88,5 m² skv Hms og geymslan sem er óskráð er  10,7 m²
Fyrirhugað fasteignamat 2026 er 77.300.000.-

Skipulag í búðar: Skipulag íbúðarinnar er einstaklega skemmtilegt og skiptist í anddyri, þvottahús innan íbúðar, tvö herbergi, baðherbergi í miðrými íbúðar, gott eldhúsrými með borðkrók, borðstofu og bjart stofurými með hurð út á stórar suðursvalir.

Allar nánari uppl.  veitir Sölvi Sævarsson lgf  í s. 618-0064 eða solvi@domusnova.is 

Nánari Lýsing:
Anddyri – Fataskápur úr beyki í anddyri og harðparket á gólfi.
Stofa/ borðstofa – Gott opið og bjart stofurými með útgengi út á stórar suðursvalir sem liggja meðfram íbúðinni. Harðparket á gólfi.
Eldhús – Er við hlið stofu með snyrtilegri eikarinnréttingu með efri og neðri skápum. Bakarofn í vinnuhæð, gler er á vegg við helluborð og háf. Eldhúsinnrétting, háfur, helluborð og ofn voru endurnýjuð í kringum 2005. Gert er ráð fyrir uppþvottavél í innréttingu. Harðparket á gólfi.
Hjónaherbergi – Rúmgott með fataskáp úr beyki á heilum vegg og útgengi út á stórar svalir með gróðurkerjum og fallegu útsýni yfir Fossvogsdalinn. Harðparket á gólfi.
Barnaherbergi – Rúmgott barnaherbergi með fataskáp innbyggðum í vegg með beykihurðum og harðparketi á gólfi.
Baðherbergi –  Var allt endurnýjað í kringum 2016. Veggir eru flísalagðir hvítum flísum sem ná að lofti. Ljósar þiljur í lofti með innfelldri lýsingu. Vandaðar gólfflísar og flísalagður sturtubotn með glerhurðum. Innrétting er hvít með ljúflokun á skúffum og veglegri borðplötu með handlaug, skápur ofan við handlaug með speglahurðum. Upphengt salerni og handklæðaofn á baðherbergi.                                                                                                                                                                    
Þvottahús – Tengi er fyrir þvottavél og vask í þvottaherbergi. Hillukerfi er uppsett á vegg. Sameiginlegt þvottahús er einnig í sameign með sértenglum inn á rafmagnsmæli hverrar íbúðar.
Gólfefni og innréttingar: Ljóst Pergo parket á allri íbúðinni að undanskildum votrýmum þar sem eru flísar. Innihurðar eru úr beyki. Fataskápar eru beykivið.  
Sameign: Sér 10,7 fm geymsla í sameign. Geymslan er með glugga við loft með opnanlegu fagi, ofni og máluðu gólfi.
Í sameign er sameiginlegt þvottahús og rúmgóð hjólageymsla. Fjórar íbúðir eru í stigaganginum.
Hjólageymsla: Rúmgóð hjólageymsla með festingum til að hengja hjól á vegg.

Lóð og garður: Snyrtileg gróin lóð með grasflöt trjam og sameiginlegu leiksvæði; rólu, ungbarnarólu, klifurgrind og sandkassa.
Bílastæði: Íbúðinni fylgir bílastæði í opnu bílskýli. 

Nánasta umhverfi: Örstutt í skóla og leikskóla. Góður grunnskóli (Snælandsskóli) og 3 leikskólar í næsta nágrenni (Álfatún, Grænatún og Furugrund). Einnig stutt í verslun, þjónustu og almenna útivist.    
Göngu- og hjólaleiðir: Eignin stendur við einn af fjölförnustu hjólastígum höfuðborgarsvæðisins. Góðir, hjólastígar í Elliðaárdalinn, Öskjuhlíðina og Skerjafjörðinn. 

Upplýsinagar frá eigendum með framkvæmdir og viðhald síðustu ára:
- 2025 – Skipt út loftunartúðum og plötum undir túðum – dúkur þéttur meðfram loftunarrörum. 
- 2024 – Farið var í múrviðgerðir undir geymslugluggum – Grindverk lagfært í kringum garðinn. Hreinsaðir loftstokkar.
- 2023 – Snjógildrur settar á þak hússins - Garðbekkur og sandkassi endurnýjaðir.
- 2021 – Settar nýjar garðrólur, skipt um pallaefni undir rólunum.
-2017-19  Steypuviðgerðir, málun og endurnýjun svalarhandriða og gróðurkerja.
-2016: Stigagangur málaður og skipt um teppi.
-2011: Húsfélag lét gera ástandsskýrslu og þak lagfært í kjölfarið.
-2010: Nýr dyrasími og skóskápar settir í sameign.

Framkvæmdir innan íbúðar
-2005: Eldhúsinnrétting og tæki endurnýjuð.
-2006: Pergo harðparket sett á gólf.
-2016: Baðherbergi endurnýjað.  
-2016: Nýr háfur í eldhúsi frá AEG.
-2016: Nýjar hæglokandi lamir settar i alla fataskápa.
-2016: Ljósleiðari dreginn inn í íbúð.

Nánari upplýsingar veitir:
Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali. í síma 618-0064 eða solvi@domusnova.is 
 – eða skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is 


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu sbr gjaldskrá.

 

Domusnova fasteignasala

Domusnova fasteignasala

Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
6. maí. 2022
48.400.000 kr.
65.000.000 kr.
88.5 m²
734.463 kr.
20. des. 2018
42.300.000 kr.
35.000.000 kr.
88.5 m²
395.480 kr.
24. júl. 2015
25.400.000 kr.
30.800.000 kr.
88.5 m²
348.023 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Domusnova fasteignasala

Domusnova fasteignasala

Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
phone