Lýsing
***EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN OG OPIÐ HÚS FELLUR ÞVÍ NIÐUR***
Húsaskjól og Jóhanna Gustavsdóttir löggiltur fasteignasali kynna fallega 3ja herbergja hæð með bílskúr í vel viðhöldnu húsi við Nýbýlaveg 50. Íbúðin er 84,7 fm að stærð og bílskúrinn er 21,1 fm, alls 105,8 fm. Húsið hefur fengið gott viðhald og íbúðin er mikið endurnýjuð. Gæludýr eru leyfð.
Nánari lýsing á eign:
Íbúðin er á miðhæð og komið er inn um sameiginlegan inngang með annarri íbúð á hæðinni. Þaðan er gengið inn í íbúðina. Komið er inn í rúmgott flísalagt hol með endurnýjuðum fataskápum og Drápuhlíðargrjóti á vegg. Þaðan er opið inn í bjarta stofu-og borðstofu sem er með stórum gluggum til suðurs og vesturs sem snúa út í garðinn sem er afar skjólsæll, harðparket er á gólfi. Frá stofu er gengið út á skjólgóðar vestursvalir. Eldhús er með rúmgóðri hvítri innréttingu í U með miklu skápaplássi og góðum borðkrók. Nýlegt keramikhelluborð, ofn og vifta úr stáli. Baðherbergi er rúmgott, flísalagt í hólf og gólf, sturtuklefi, rúmgóðir skápar, tengi fyrir þvottavél og opnanlegur gluggi. Hjónaherbergi er með harðparketi á gólfi og endurnýjuðum rúmgóðum fataskápum. Barnaherbergi er rúmgótt með harðparketi og góðum endurnýjuðum fataskápum og snýr út í garðinn.
Bílskúr er með langri innkeyrslu sem rúmar vel 3 bíla. Rafdrifin hurð, kalt vatn og glugga.
Að sögn seljanda hefur eftirfarandi verið endurnýjað:
2025: Gert við sprungur á austurhlið hússins og gluggar þar lagfærðir.
2023: Gluggar á suðurhlið voru lagfærðir og málaðir.
2020: Harðparket sett á íbúðina.
2021: Þakpappi á bílskúr endurnýjaður
2019: Múr lagfærður að hluta og húsið málað að utan. Eldhústæki endurnýjuð ásamt fataskápum í herbergjum, holi og geymsluskápum á baðherbergi.
2012: Skipt um þakpappa á húsi.
Stór og gróin lóð er við húsið og stendur húsið innarlega á henni við hliðarrein við Nýbýlaveginn og gluggar snúa frá götu.
Virkilega björt og falleg eign á góðum stað þar sem stutt er í skóla, leikskóla og útivistarparadísina í Fossvogsdalnum um undirgöng. Einnig er í göngufæri ýmis verslun, þjónusta og veitingastaðir.
Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna Gustavsdóttir löggiltur fasteignasali og félagsmaður í félagi fasteignasala netfang: johanna@husaskjol.is eða í síma: 698-9470.
Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli
Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar
Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls
Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði