Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Sveinn Sigurðsson
Björn Davíðsson
Vista
svg

1038

svg

765  Skoðendur

svg

Skráð  17. sep. 2025

raðhús

Fagrasíða 1a

603 Akureyri

77.900.000 kr.

599.231 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2146138

Fasteignamat

70.450.000 kr.

Brunabótamat

69.500.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1991
svg
130 m²
svg
5 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur

Lýsing

Fagrasíða 1a - Vel skipulögð 5 herbergja endaraðhúsaíbúð á tveimur hæðum á vinsælum stað - Stærð 130,0 m²
*** Eignin er til afhendingar við kaupsamning ***


Eignin skiptist með eftirfarandi hætti:
Neðri hæð: Forstofa, eldhús, stofa, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús/geymsla.
Efri hæð: Tvö svefnherbergi, sjónvarsphol og snyrting.

Forstofa er með flísum á gólfi og opnu fatahengi.
Eldhús er með ljósri innréttingu og filmaðri borðplötu, þar er stæði fyrir uppþvottavél. Harðparket er á gólfi.
Stofa er í opnu rúmgóðu rými með eldhúsi, gengið er úr stofu út í garð er snýr til suðvesturs. Harðparket er á gólfi.
Svefnherbergi eru fjögur talsins, tvö á neðri hæð og tvö mjög rúmgóð á efri hæð. Fataskápur er í einu þeirra og harðparket á öllum.
Sjónvarsphol er á efri hæð, möguleiki væri að útbúa þar fimmta svefnherbergið. Harðparket er á gólfi.
Baðherbergi er með ljósri innréttingu, wc og baðkari með sturtutækjum. Flísar eru á gólfi og hluta veggja.
Snyrting er á efri hæð, þar er vaskur og wc.
Þvottahús/geymsla, þar er borðplata með vaski og tengi fyrir þvottavél. Hillur eru á veggjum. Útgengt er út á verönd til austurs. 

Annað:
- Góð og fjölskylduvæn staðsetning
- Stutt er í ýmis konar þjónustu, svosem Norðurtorg, leik og grunnskóla og líkamsrækt.
- Ljósleiðari
- Gott geymslurými er undir súð í risi.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 

Hvammur Eignamiðlun

Hvammur Eignamiðlun

Hafnarstræti 19, 600 Akureyri
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
27. ágú. 2020
42.000.000 kr.
37.500.000 kr.
130 m²
288.462 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Hvammur Eignamiðlun

Hvammur Eignamiðlun

Hafnarstræti 19, 600 Akureyri
phone