Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Björn Guðmundsson
Berglind Jónasardóttir
Greta Huld Mellado
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1989
svg
108,2 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
Opið hús: 30. september 2025 kl. 16:15 til 17:00

Opið hús: Vestursíða 1 A , 603 Akureyri. Eignin verður sýnd þriðjudaginn 30. september 2025 milli kl. 16:15 og kl. 17:00.

Lýsing

    

Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala 

Vestursíða 1A

Virkilega góð fjögurra herbergja raðhúsaíbúð á einni hæð í vesturenda, verönd með heitum potti og mjög gott geymsluloft yfir íbúð. 


Eignin er skráð samtals 108,2 fm að stærð og skiptist í, forstofu, þvottahús/geymslu, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi, geymslu/fataherbergi og baðherbergi. 

Forstofa með flísum á gólfi, innaf forstofu er þvottahús. 
Þvottahús og geymsla í opnu rými með flísum á gólfi, stæði fyrir þvottavél og þurrkara, vask og auka inngangur er í þvottahúsið. Fellistigi upp á mjög gott geymsluloft sem er yfir allri íbúðinni. 
Eldhús með parket á gólfi, flísar milli efri og neðri skápa sem hafa verið lakkaðar og innrétting hefur verið filmuð, stæði fyrir uppþvottavél í innréttingu. 
Stofa er björt með parket á gólfi og útgengt út á verönd til suðvesturs. 
Svefnherbergin eru þrjú, öll nokkuð rúmgóð með parket á gólfi og fataskápum. 
Geymsla/fataherbergi er á gangi með rennihurð. 
Baðherbergi hefur verið endurnýjað með flísum á gólfi og hluta veggja, sturtu með glerskilrúmi, upphengt salerni, handklæðaofn, innrétting við vask með glerskáp og opnanlegt fag á glugga.

Verönd suðvestan við hús er mjög snyrtileg, steyptur pallur að mestu auk timbur dekks sem leiðir að geymsluskúr. Hitaveitupottur er einnig á verönd með stýringu í þvottahúsi. Hitaþráður er í lögn að potti til að forðast frostskemmdir. 

Annað: 
- Sameiginleg bílastæði við vesturenda
- Snyrtileg aðkoma og umhverfi í kringum húsið
- Möguleiki er að opna upp á loft á öðrum stað en í geymslu og útbúa þar rými eins og sjá má á teikningum í myndasafni. Stigin er þá áætlaður þar sem er fataherbergi/geymsla er í dag. 
- Gler endurnýjað á suðvesturhlið 2019.
- Baðherbergi endurnýjað 2020.
- Fataskápar í herbergjum fylgja.
- Ljósleiðari. 
- Sameiginlegt leiksvæði er með öðrum eigendum í Vestursíðu 1-8.
- Húsfélagið á sláttuvél.
- Stutt í leik- og grunnskóla.
- Bílskúrsréttur er sunnan við sameiginlegt bílastæði

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 

Frekari upplýsingar:
olafur@byggd.is
greta@byggd.is
bjorn@byggd.is

Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955 


 

Byggð fasteignasala

Byggð fasteignasala

Skipagata 16, 600 Akureyri
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
17. okt. 2018
29.750.000 kr.
41.900.000 kr.
108.2 m²
387.246 kr.
5. nóv. 2015
24.100.000 kr.
28.300.000 kr.
108.2 m²
261.553 kr.
13. jún. 2007
17.070.000 kr.
10.200.000 kr.
108.2 m²
94.270 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggð fasteignasala

Byggð fasteignasala

Skipagata 16, 600 Akureyri
phone