Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Snorri Sigurfinnsson
Loftur Erlingsson
Halldóra Kristín Ágústsdóttir
Steindór Guðmundsson
Vista
svg

305

svg

247  Skoðendur

svg

Skráð  24. sep. 2025

einbýlishús

Þórsmörk 7

800 Selfoss

63.900.000 kr.

920.749 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2187695

Fasteignamat

46.500.000 kr.

Brunabótamat

39.750.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1959
svg
69,4 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Sérinngangur

Lýsing

Ragna Valdís Sigurjónsdóttir, löggiltur fasteignasali og Hús fasteignasala kynna í einkasölu eignina Þórsmörk 7, 69,4 fm einbýlishús á Selfossi.

Um er að ræða vel við haldið timburhús sem er klætt að utan með bárujárnsklæðningu og er byggt árið 1959. Nýlegt harðparket frá parka, baðherbergi hefur verið endurnýjað ásamt öllum blöndunartækjum. 

Samkvæmt deiluskipulagi má byggja allt að 247fm með 8.0fm hámarkslofthæð á lóðinni, innann byggingarreits, hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði eða bílskúr. Tilvalið tækifæri fyrir viðbyggingu á lóðinni.
Húsið stendur innst í botnlagna á 616,5 m² lóð.

Fasteignamat 2026 er 54.000.000.-​​


15fm skúr er á lóðinni, þar hefur þak verið endurnýjað. Búið er að leggja ídráttarrör svo hægt sé að koma fyrir heitu og köldu vatni og rafmagni.

Nánari lýsing:

Forstofa: Forstofa er rúmgóð með Stuc Deco kalksparsli á gólfi.
Stofa: Björt og rúmgóð með nýlegu harðparketi á gólfi.
Eldhús: Snyrtileg grálökkuð innrétting, ofn og helluborð frá Hisense, frístandandi ísskápur og borðkrókur.
Hjónaherbergi: Er mjög rúmgott með nýlegu harðparketi á gólfi.
Herbergi: Nett svefnherbergi með nýlegu harðparketi á gólfi.
Baðherbergi: Er rúmgott með bæði sturtu og baðkari, upphengt salerni og snyrtileg innrétting. Fibo plötur eru á veggjum og Stuc Deco kalksparsl á gólfi.

Rafmagnsheitapottur á verönd fyrir framan hús ( á eftir að tengja ).

Pípulagnir hafa verið endurnýjaðar og nýjir ofnar inni í húsinu.


Í heildina litið mjög snyrtilegt einbýlishús sem er vel staðsett á Selfossi. Stutt er í alla helstu þjónustu. Verslanir, sundlaugin og miðbær Selfoss í göngufæri.

Miðbær Selfoss
Miðbær Selfoss er staður sem brúar gamalt og nýtt.
Í fyrsta áfanga miðbæjarins sem opnaði sumarið 2021 eru 13 endurbyggð hús sem áður stóðu víðs vegar um Ísland en voru rifin eða urðu eldi að bráð.
miðbænum má finna úrval verslana, veitingastaða og afþreyingar í heillandi umhverfi.


Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg varð til við sameiningu Eyrarbakkahrepps, Sandvíkurhrepps, Selfossbæjar og Stokkseyrarhrepps í febrúar 1998 og er stærsta sveitarfélag á Suðurlandi.

Nánari upplýsingar veitir Ragna Valdís Sigurjónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 846-6581, tölvupóstur ragna@husfasteign.is

,,Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.

1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

HÚS fasteignasala

HÚS fasteignasala

Austurvegi 26, 800 Selfoss - Útibú: Strandvegi 43a, Vestmannaeyjum
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
16. nóv. 2017
45.750.000 kr.
24.900.000 kr.
10101 m²
2.465 kr.
1. sep. 2021
27.200.000 kr.
37.900.000 kr.
69.4 m²
546.110 kr.
18. nóv. 2014
13.800.000 kr.
8.700.000 kr.
69.4 m²
125.360 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
HÚS fasteignasala

HÚS fasteignasala

Austurvegi 26, 800 Selfoss - Útibú: Strandvegi 43a, Vestmannaeyjum