Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1904
71,9 m²
3 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Þvottahús
Sameiginl. inngangur
Lýsing
Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala
Spítalavegur 1 - 201
Björt og nokkuð endurnýjuð þriggja herbergja íbúð með sameiginlegum inngangi í Innbænum, stutt frá miðbæ Akureyrar. Húsið er reisulegt og úr því er skemmtilegt útsýni til austurs af stórum svölum úr stofu og svefnherbergi. Þak hefur verið endurbætt og lárétt klæðningin gefur húsinu fallegt yfirbragð. Eignin er samtals 71,9 fm. og henni fylgir sameiginleg geymsla á jarðhæð auk sameiginlegs þvottahúss.
Forstofa er á fyrstu hæð og er sameiginleg með íbúð á sömu hæð. Þar er opið fatahengi og timburstigi upp að íbúð.
Eldhús var endurnýjað fyrir um ári síðan. Þar er búið að pússa niður lakkaðar upprunalegar gólfþiljur og glæsileg innrétting frá IKEA sett upp. Uppþvottavél sem er 45 cm. fylgir með.
Stofa er björt með gluggum til tveggja átta og úr stofu er glæsilegt útsýni til austurs yfir Pollinn.
Svefnherbergi eru tvö, annað inn af stofu en þar er opið fatahengi og útgengt út á stóra verönd sem snýr til suðurs með glæsilegu útsýni til suðurs og austurs. Hitt herbergið er mjög rúmgott og er við gang og inngang í íbúð. Þar er fataskápur og einnig glæsilegt útsýni til austurs.
Baðherbergi er með dúk á gólfi, innrétting í kringum vask, upphengt salerni, sturtuklefi og handklæðaofn.
Geymsla og sameiginlegt þvottahús með neðri hæð er aðgengilegt um sérinngang á norðurhlið hússins.
Annað:
-Eldhús endurnýjað 2024, upprunalegar gólfþiljur pússaðar niður og ný innrétting frá IKEA
-Þak endurbætt ca. 2014-2016
2008-2012
-Kaldavatns-, hitaveitu-, og rafmagnsinntak endurnýjað 2008-2012
-Rafmagnstafla endurnýjuð og settur mælir og greinatafla fyrir hverja íbúð
-Skólplagnir og neysluvatnslagnir endurnýjaðar
-Svalir íbúðar byggðar 2008 og svalahurð bætt við úr svefnherbergi
-Ljósleiðari
-Geymsluloft að hluta aðgengilegt af gangi
-Steypt stétt með hitalögnum norðan við hús hjá geymslum og þvottahúsi
-Samkvæmt eignaskiptayfirlýsingu fylgir norðurhluti verandar vestan húss, þessari íbúð
-Stutt í miðbæ Akureyrar, Skautasvellið og ýmsa aðra afþreyingu
-Loftdúkur í svefnherbergi er orðinn lélegur
-Húsið stendur á eignarlóð
-Timburtröppur fyrir framan inngang þarnast endurbóta eða endurnýjunar
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:
bjorn@byggd.is
greta@byggd.is
berglind@byggd.is
olafur@byggd.is
Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
12. jún. 2024
33.250.000 kr.
38.000.000 kr.
10201 m²
3.725 kr.
10. des. 2021
20.500.000 kr.
26.500.000 kr.
71.9 m²
368.567 kr.
25. okt. 2017
12.700.000 kr.
21.000.000 kr.
71.9 m²
292.072 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025