Lýsing
Boðaþing 12 – Rúmgóð og björt íbúð ætluð 55 ára og eldri á þessum eftirsótta stað í Kópavogi, örstutt frá þjónustumiðstöð Hrafnistu þar sem starfrækt er kaffihús og veitingasala, félagsmiðstöð auk annarrar þjónustu. Eignin afhendist fljótlega.
Falleg og vel skipulögð 94,5 fm íbúð á 2. hæð góðu lyftuhúsi við Boðaþing 10 - 12 byggt árið 2010. Eignin er með einu rúmgóðu svefnherbergi, rúmgóðu alrými, þvottahúsi innan íbúðar og baðherbergi með sturtu. Sólskáli er í framhaldi af eldhúsi með stórum opnanlegum gluggum á brautum og eru svalir í suð-vestur með svalalokun.
✅ Björt og rúmgóð íbúð í lyftuhúsi ætluð 55 ára og eldri
✅ Vinsæl staðsetning nálægt þjónustukjarna með veitingasölu og félagsmiðstöð
✅ Þvottahús innan íbúðar og sérgeymsla í sameign
✅ Opnanlegur sólskáli og svalir með svalalokun
Íbúðin skiptist í forstofu, hol, eitt svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, sólskála, stofu og þvottahús. Sér geymsla í kjallara.
Birt stærð íbúðar er 94,5 fm, þar af er geymsla 7,7 fm.
Nánari lýsing
Forstofa: Flísalagt með fataskáp.
Eldhús: Eikar innrétting með góðu skápaplássi, bakaofn í vinnuhæð, helluborð, tengi fyrir uppþvottavél. Borðkrókur í sólskála. Flísar á gólfi.
Stofa: Björt og rúmgott rými, parket á gólfi.
Svefnherbergi: Rúmgott með fataskápum, parket á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, með baðinnréttingu, upphengdu salerni, sturtu og línskáp.
Þvottahús: Flísalagt með vaski og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Svalir: Málað gólf með svalalokun.
Geymsla og sameign: Sérgeymsla í sameign auk hjóla- og vagnageymslu.
Staðsetning:
Boðaþing 12 er á einstökum stað í nálægð við náttúruparadísir við Elliðavatn og Heiðmörk auk þess sem þjónustumiðstöð Hrafnistu er í göngufæri þar sem starfrækt er kaffihús, matsalur og félagsstarf.
Fasteignamat 2026: 71.400.000 kr.
Sækja HÉR söluyfirlit samstundis
Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar og skoðun:
Monika Hjálmtýsdóttir, löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur – 823-2800 / monika@landmark.is
Láttu okkur sjá um söluna fyrir þig – við veitum þér faglega söluráðgjöf
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat