Opið hús: Austurkór 7, 203 Kópavogur, Íbúð merkt: 01 01 03. Eignin verður sýnd þriðjudaginn 28. október 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Lýsing
Birt stærð séreignar er 85,40 fm samkvæmt HMS.
Nánari lýsing:
Forstofa með fataskáp, flísar á gólfi.
Stofa og eldhús eru í opnu alrými með gluggum til suðurs, parket á gólfi og útgengt á sérverönd til suðurs. Möguleiki er á að byggja sólpall.
Eldhús, vönduð innrétting með eikaráferð frá Axis, gott vinnupláss og tengi fyrir uppþvottavél, parket á gólfi.
Svefnherbergi I með fataskáp, parket á gólfi.
Svefnherbergi II með fataskáp, parket á gólfi.
Geymsla / svefnherbergi III með glugga og er innan íbúðar, er geymsla á teikningu en notað sem svefnherbergi í dag, parket á gólfi.
Baðherbergi, flísalagt með innréttingu og góðum skápum, sturtu og upphengdu salerni.
Þvottahús, flísalagt með borðplötu, skolvask, geymslu hillum og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara.
Allar íbúðirnar hafa sérinngang af svölum eða frá stétt og því sameign takmörkuð við vagna- og hjólageymslu sem er sameiginleg og öllum vel aðgengileg á jarðhæð.
Húsið var byggt af Byggingafyrirtækinu Mótandi árið 2013, innréttingar, skápar og innihurðir eru frá Axis, eldhústæki eru AEG frá Ormson, gólfefni, parket frá Agli Árnasyni og flísar á baðherbergi og þvottahúsi.Þetta er virkilega glæsileg eign sem vert er að skoða. Skólar, leikskólar, verslun og íþróttamannvirki eru í næsta nágrenni.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður