Lýsing
Stórholt 33, íbúð merkt 02-01 er skrá 135.4 fm. skv. Fasteignaskrá HMS. Þar af er íbúð á 2. hæð er skráð 108,2 fm. og íbúð í risi er skráð 18,6 fm. (töluvert stærri gólfflötur) en auk þess fylgja geymslur 3,1 fm og 5,6 fm á jarðhæð hússins.
Nánari lýsing eignarinnar:
Sér inngangur er inn í forstofu og þaðan inn í aðal íbúðina eða áfram upp stiga í risíbúð.
Aðalíbúð hefur verið algerlega endurnýjuð og opnuð á undanförnum árum á vandaðan og glæsilegan máta. Þar eru nú tvö svefnherbergi, opið eldhús og stofa í fallegu alrými.
Komið er inn í opið og rúmgott hol sem tengir önnur rými íbúðarinnar.
Rúmgott svefnherbergi með góðum glugga.
Hjónaherbergi er rúmgott með fataskápum meðfram heilum vegg, sameinað úr herbergi og rými sem áður var eldhús.
Eldhúsið er nú í opnu og stóru alrými sem flæðir saman eldhús, borðstofa og stofa með gluggum bæði til norðurs og suðurs. Eldhúsinnrétting með innfelldri uppþvottavél og ísskáp og góðu bekkplássi.
Stofan er björt og rúmgóð með gluggum mót suðri en þaðan er gengið út á svalirnar mót suðri.
Baðherbergi er glæsilega uppgert með stórum walk-in sturtuklefa, upphengdi salerni og handklæðaofni og glugga með opnanlegu fagi.
Gólfhiti er á baði,holi, stóra herbergi og í forstofu að stiga en ofnar í herbergjum. Fallegt gegnheilt viðarparket er á gólfi.
Íbúð í risinu var gerð upp á bjartan og fallegan máta en þar er gólfflötur töluvert mikið stærri en birtir fermetrar sýna, enda stór hluti undir súð. Við endurnýjun á þaki ca 2016-17 voru settir kvistir bæði til norðurs og suðurs sem stækka nýtanlegan gólfflöt verulega.
Íbúðin er björt með eldhúsi, svefnherbergi, stofu/alrými og baðherbergi, gólf eru flotuð.
Góð aðkoma er að húsinu, stæði á bílastæði inn á lóðinni tilheyra þessari íbúð.
Réttur til byggingar bílskúrs tilheryir þessum eignarhluta í húsinu. Fyrir liggja samþykktar teikningar.
Húsið sjálft hefur fengið mikið og gott viðhald undanfarin ár en þar má nefna;
Þak með nýjum kvistum, rennur og gluggar var endurnýjað á árunum 2016-17.
Húsið var endursteinað ca 2007-2010
Skólplagnir og drenlagnir hafa verið endurnýjaðar búið að skipta um jarðveg í bílaplani fyrir framan húsið 2023.
Þetta er bæði glæsileg og eiguleg eign í hjarta Reykjavíkur, stutt í skóla og leikskóla, verslanir, þjónustu og veitingastaði.
Nánari upplýsingar veitir Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignsali í síma 777-2882 eða thora@esjafasteignasala.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Esja fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.