Lýsing
Miklaborg kynnir: Snyrtileg 50,2 fm 2ja herbergja íbúð á miðhæð í þríbýli. Íbúðin skiptist í stofu, svefnherbergi, eldhús og baðherbergi ásamt geymslu í kjallara.
Staðsetning er á rólegum stað í Norðurmýri.
Frábær fyrstu kaup!
Komið inn í forstofuhol með fatahengi. Rúmgóð og björt stofa. Svefnherbergi með fataskáp. Snyrtilegt eldhús með viðarlitaðri innréttingu. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, gólf sturta með glerlokun, innrétting með vaski og speglaskáp. Gólfefni íbúðarinnar er harðparket á stofu, gangi og herbergi, flísar á eldhúsi og á baðherbergi. Sameiginlegt þvottahús er í kjallara ásamt sér geymslu sem er skráð 1,7 fm en er stærri að gólffleti. Næg bílastæði eru við húsið.
Upplýsingablað seljanda um ástand eignarinnar og húsfélagsgögn er hægt að nálgast hjá fasteignasölunni.
Staðsetning eignarinnar er einkar góð í rólegri götu í Norðurmýri. Miðbærinn er í göngufæri þar sem hægt er að finna verslanir og þjónustu.
Nánari upplýsingar gefur Svan Gunnar Guðlaugsson löggiltur fasteignasali í síma 697 9300 eða svan@miklaborg.is