Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Páll Heiðar Pálsson
Árni Björn Kristjánsson
Helen Sigurðardóttir
Hrafnkell Pálmarsson
Tinna Bryde
Vista
svg

61

svg

55  Skoðendur

svg

Skráð  6. nóv. 2025

einbýlishús

Borgarholtsbraut 44

200 Kópavogur

169.900.000 kr.

524.383 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2059155

Fasteignamat

184.600.000 kr.

Brunabótamat

148.420.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1945
svg
324 m²
svg
9 herb.
svg
8 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr

Lýsing

Palsson Fasteignasala kynnir:

Gott tveggja hæða einbýlishús við Borgarholtsbraut 44, í vesturbæ Kópavogs.  Búið er að skipta húsinu niður í tíu herbergi, bæta við gestahúsi og setja stúdíó íbúð í hluta bílskúrs.  Heimagisting var rekin í húsinu frá 1997,  en hefur verið í fastri leigu sl.5 ár.  Suður svalir og gróinn garður í suður. Eignin er skráð 324,0 m². hjá HMS.  Þar af er sér gestahús 19,8 m² og bílskúr 55,3 m² 

* Miklir útleigu möguleikar.
* Suður svalir
* Góð staðsetning í Vesturbæ Kópavogs
* 55,3 m² bílskúr 

Allar nánari upplýsingar veita:
Edwin Árnason, löggiltur fasteignasali, í síma: 893-2121 eða edwin@palssonfasteignasala.is
Páll Pálsson, löggiltur fasteignasali, í síma: 775-4000 eða palli@palssonfasteignasala.is


******palssonfasteignasala.is*****
*****verdmat.is****
*****www.eignavakt.is*****

Nánari lýsing.
Búið er að koma fyrir 10 herbergjum í húsinu sem öll eru í útleigu, sjö á neðri hæð og þrjú á efri hæð.  Þrjú af herbergjum neðri hæðar eru með sér baðherbergi og eitt á efri hæð en hin sex eru með sameiginleg baðherbergi og sturtu. Tvær forstofur eru í húsinu, tvö eldhús og er annað opið að sólstofu sem er nýtt sem borðstofa.  Stofa er nýtt sem sameiginlegt rými fyrir leigjendur.  Stúdíóherbergi er inn af bílskúr með sér inngangi og baðherbergi.  U.þ.b 20fm. gestahús er norðan megin við húsið og er það einnig nýtt til útleigu.

Gólfefni:  Gólfefni eru mismunandi eftir rýmum en votrými eru með flísalögðum gólfum.
Forstofa:  Tvær forstofur eru í húsinu, með fatahengjum og skó rekkkum.
Eldhús:  Tvö eldhús eru í húsinu, annað stærra með hvítum innréttingum og það minna með viðarlitum innréttingum. bæði rúmgóð og með góðu skápaplássi. 
Stofa:  Stofan er nýtt sem sameiginlegt rými leigjenda.
Borðstofa:  Borðstofa er í sólstofu sem er opin að stærra eldhúsinu.
Baðherbergi: Þrjú sameiginleg baðherbergi eru í húsinu,  flísar á gólfum, salerni og handlaug, í tveim eru sturtur og í einu baðkar.
Sér baðherbergi: tvö af herbergjunum neðri hæðar eru með sér baðherbergi þar sem er handlaug, sturta og salerni. Eitt herbergi á efri hæð og eitt á neðri hæð eru með sér handlaug og salerni. 
Herbergi:  herbergi eru 10 talsins innan hússins og eru misstór. 
Stúdíóherbergi:  stúdíóherbergi er í bílskúr og er með sér baðherbergi og lítilli innréttingu.
Gestahús:  alrými með svefnherbergi og stofu, sér baðherbergi.
Geymsla:  Geymsla er í bakgarði norðan megin við húsið.
Þvottaraðstaða hefur verið í húsinu við hliðina á.

Húsið virðist hafa verið í góðu viðhaldi, skipt var um lagnir á baðherbergjum fyrir 12 árum, skipt um frárennslislagnir fyrir 10 árum, skipt um hluta af járni og pappa á þaki fyrir tveimur árum og settir nýjir plastgluggar í allt húsið fyrir þremur árum ásamt útidyrahurð.

Húsið er vel staðsett í vesturbæ Kópavogs. Grunnskóli, leikskóli og sundlaug eru í stuttu göngufæri og verslanir og ýmis þjónusta eru í næsta nágrenni

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Pálsson Fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  
 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - mismunandi sjá heimasíðu viðkomandi lánastofnunar..
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk.

Pálsson Fasteignasala

Pálsson Fasteignasala

Borgartúni 3, 105 Reykjavík
Pálsson Fasteignasala

Pálsson Fasteignasala

Borgartúni 3, 105 Reykjavík