Opið hús: Maltakur 3, 210 Garðabær, Íbúð merkt: 01 01 01. Eignin verður sýnd fimmtudaginn 13. nóvember 2025 milli kl. 18:00 og kl. 18:30.
Lýsing
Falleg og mikið endurnýjuð 4ja herbergja 122,8 fm. endaíbúð á 1. hæð í litlu tveggja hæða fjölbýlishúsi með sérinngangi, tveimur baðherbergjum, á þessum eftirsótta stað í Akrahverfinu Garðabæ.
Skipulag íbúðarinnar er einstaklega gott, en gengið er inn um sérinngang á neðstu hæð inn í flísalagða forstofu með gólfhita. Eignin skiptist í bjarta og fallega stofu og eldhúsrými, þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, sér þvottahúsi innan íbúðar ásamt geymslu í sameign. Fasteignamat næsta árs: 97.150.000 kr.
Nánari upplýsingar veitir:
Þórarinn Thorarensen sölustjóri s. 770 0309 eða th@landmark.is
Sveinn Eyland lögg. fast. s. 6 900 820 eða sveinn@landmark.is
Nánari lýsing:
Forstofa: Opin og rúmgóð, flísalögð með gólfhita, stórum spegli og góðum fataskáp.
Stofa: Bjart og fallegt alrými með parketi á gólfi. Útgengt er úr stofu út á snyrtilegar suð-vestur svalir með útsýni.
Eldhús: Opið við stofurýmið, nýuppgert eldhús með fallegri eyju með steini og led lýsingu. Ný gæða tæki í eldhúsi.
Hjónaálma: Gott parketlagt svefnherbergi með góðum fataskápum, innaf svefnherberginu er gengt inn á flísalagt baðherbergi með gólfhita, góðri innréttingu, baðkari og upphengdu salerni.
Barnaherbergi eitt: Parketlagt og með góðum fataskáp.
Barnaherbergi tvö: Parketlagt með góðu útsýni.
Baðherbergi tvö: Flísalagt með góðri innréttingu, gólfhita, walk-in sturtu og upphengdu salerni.
Þvottahús: Sér innan íbúðar, flísalagt með gólfhita, innréttingu, skolvask og glugga.
Sameign: Eigninni fylgir sér geymsla í sameign sem og sameiginleg hjóla og vagnageymsla.
Endurbætur eigenda:
Herbergi bætt við 2019 af fagmönnum og hannað með hliðsjón af endurskipulagningu eldhússins.
Millihurð í forstofu fjarlægð og rýmið opnað 2020.
Nýtt harðparket frá Birgisson 2020.
Nýjar stórar 80x80 flísar frá Birgisson í forstofu og þvottahús 2020.
Nýjar innihurðar frá Birgisson 2020.
Eldhús tekið í gegn, skipulagi breytt, eyja, steinn, ný tæki og lýsing 2021
Bæði baðherbergin tekin í gegn 2022. Nýjar 80x80 flísar á gólf (þær sömu og á forstofu/þvottahúsi), halli settur í gólf og walk-in sturta, ný tæki, innréttingar og speglar með LED lýsingu.
Gólf á svölum klætt 2022
Eignin er mjög vel staðsett í göngufæri við Fjölbrautarskóla Garðabæjar, Hofstaðaskóla og íþróttamannvirki Garðabæjar.
Sérlega snyrtileg og falleg íbúð á þessum eftirsótta stað í Garðabæ. Búið að er koma fyrir hleðslustöðvum fyrir rafbíla.
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat