Lýsing
Virkilega falleg og mjög mikið endurnýjuð 4ra - 5 herbergja endaíbúð á 3. hæð í fallegu 3ja hæða fjöbýlishúsi við Leirubakka 18, 109 Reykjavík. Í dag eru þrjú svefnherbergi í íbúðinni en möguleiki að breyta innra skipulaginu og bæta því fjórða við. Mjög snyrtileg og vel umgengin sameign - tvær íbúðir á hæð - nýleg eldhúsinnrétting ásamt rafmagnstöflu og ofnum einnig hefur verið dregið í allt rafmagn í íbúðinni - nýlega endurnýjað eldhús og baðherbergi ásamt fataskápum og gólfefnum - nýleg svalahurð og gluggi endurnýjaður. Húsfélagið á íbúð sem er leigð út og renna mánaðarlegar leigutekjur í hússjóðinn. Seljandi skoðar skipti á minni eign upp í hluta kaupverðs.
Eignaskiptasamningur: Eignin er tvö herbergi, þvottur, bað, hjónaherbergi, skáli og dagstofa ásamt eldhúsi merkt (0301), svalir merktar (0304) ásamt geymslu í kjallara merkt (0005). Eigninni tilheyrir einnig hlutdeild í sameign allra samkvæmt hlutfallstölu í matshlutanum, ásamt hlutdeild í sameiginlegri lóð, húsi og breiðbandsmögnurum samkvæmt hlutfallstölu í húsi, og hlutdeild í bílastæðum samkvæmt hlutfallstölu þar um.
Nánari lýsing eignar: Komið er inn í forstofu, nýlegur fataskápur. Björt og rúmgóð stofa og borðstofa með útgangi út á svalir. Möguleiki að breyta hluta stofunnar í fjórða svefnherberbergið. Parketlagt hol. Sér þvottahús með nýlegri innréttingu þar sem er tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Flísalagt baðherberg í hólf og gólf, baðkari, neðri skápur, handklæðaofn, upphengt salerni og gluggi. Svefnherbergin eru þrjú og er fataskápur í öllum herbergjum. Þvottahús með innréttingu, vask og glugga. Eldhús með fallegri stórri innréttingu sem nær alveg upp í loft, flísar á milli efri og neðri skápa, Samsung ofn og helluborð. Eigninni fylgir sérgeymsla með hillum í sameign ásamt aðgangi að sameiginlegri geymslu og hjóla- og vagnageymslu. Gólfefni íbúðar: parket og flísar á gólfum.
UM ER AÐ RÆÐA MJÖG FALLEG OG VEL SKIPULAGÐA ÍBÚÐ Í SNYRTILEGU OG FALLEGU FJÖLBÝLISHÚSI. STUTT Í MJÓDDINA ÞAR SEM ER FJÖLBREYTT ÞJÓNUSTA ÁSAMT STRÆTISVAGNAMIÐSTÖÐ, FLJÓTLEGT ÚT Á STOFNBRAUTIR.
Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
Umsagnir viðskiptavina HÉR
Fylgdu mér á Facebook
Fylgdu mér á Instagram
Pantaðu FRÍTT söluverðmat á www.frittsoluverdmat.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat