Opið hús að Norðurhellu 13 - íbúð 103, 221 Hafnarfjörður, sunnudaginn 16. nóvember 2025 á milli kl. 14:00 og kl. 14:30.
Lýsing
Falleg og björt 47,9 fm studíó endaíbúð á neðri hæð með útgengi á afgirta timburverönd í nýlegu tveggja hæða fjölbýli við Norðurhellu 13 í Hafnarfirði. Íbúðin skiptist í alrými með stofu og eldhúsi, svefnherbergi inn af stofu, baðherbergi með þvottaaðstöðu og geymsla innan íbúðar. Snyrtileg sameign, falleg aðkoma að húsinu og næg bílastæði.
Nánari lýsing eignar:
Forstofa er með parket á gólfi.
Stofa og eldhús er í björtu og opnu rými með gólfsíðum glugga að hluta.
Eldhús með fallegri innréttingu sem nær upp í loft, innbyggður ísskápur og uppþvottavél og span helluborð í eldhúseyju.
Svefnherbergi er stúkað af frá stofu með góðum fataskápum sem ná upp í loft og útgengt á afgirta timburverönd.
Baðherbergi er með góðu skápaplássi, upphengt salerni, handklæðaofn og walk in sturta. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Flísar á gólfi og á veggjum að hluta.
Geymsla er innan íbúðar, innaf forstofu með opnanlegum glugga. Hægt að nýta sem lítið herbergi eða vinnuaðstöðu.
Hjóla- og vagnageymsla er á lóð fyrir framan hús.
Bílastæði eru sameiginleg fyrir framan hús. Fyrirhugað er á vegum húsfélags að setja hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla.
Gólfefni íbúðar er parket og flísar.
*Aukin lofthæð *Vönduð gólfefni og innréttingar *Myndavéladyrasími *Hljóðvistarplötur á gangi. Stutt er í alla helstu þjónustu og verslanir, sundlaug, líkamsrækt ofl.
Nánari upplýsingar veitir Freyja Rúnars löggiltur fasteignasali í síma 694-4112 eða freyja@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat