Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1974
57,7 m²
2 herb.
1 baðherb.
1 svefnh.
Sameiginl. inngangur
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Vel staðsett tveggja herbergja íbúð á annarri hæð í sjö hæða fjölbýlishúsi með lyftu. Frábært útsýni.Fjölskylduvæn eign, stutt í leik- og grunnskóla, verslanir og þjónustu
Nánari lýsing:
Forstofugangur sem tengir öll rými eignarinnar.
Eldhúsið er opið við forstofugang og stofu. Eldri viðarinnrétting. Eldavél og ísskápur.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf. Vegghengdur vaskur, salerni og handklæðaofn. Sturtuklefi.
Rúmgott svefnherbergi með skáp.
Stofa sem opin er við forstofugang og eldhús, frá stofu er gengt út á vestursvalir en það eru framkvæmdir yfirstandandi á svölum og verður þeim lokað að fullu.
Gólfefni eignar er parket fyrir utan baðherbergi en þar eru flísar.
Framkvæmdir að utan (húsfélagið Dúfnahólar 2-4)
2017 - Skipt um glugga og gler á vesturhlið (engir gluggar í þessari eign)
2019 - Skipt um þak
2021 - Skipt um glugga og gler á austurhlið (eldhús- og svefnherbergisgluggi)
2025 - Svalaklæðningar rifnar niður og endurbyggðar, svalalokun verður sett upp (yfirstandandi framkvæmdir, verklok áætluð í lok árs, að fullu greitt af núverandi eiganda)
Framkvæmdir að innan (húsfélagið Dúfnahólar 4)
2020 - Anddyri og neðsti stigapallur flísalagðir upp á nýtt og skipt um ofna og ofnalagnir í sameign
2024 - Ný lyfta sett upp
Íbúðin sjálf
Fyrri eigandi gerði upp baðherbergi þannig að það er aðgengilegt fyrir hreyfihamlaða
Spartlað og málað auk þess sem skipt var um tengla og rofa í ársbyrjun 2021
Nýr sólbekkur settur í eldhúsglugga eftir gluggaskipti sumar 2021
Nánari upplýsingar veitir Unnar Kjartansson, löggiltur fasteignasali, í síma 867-0968 eða unnar@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
17. nóv. 2020
27.050.000 kr.
30.000.000 kr.
57.7 m²
519.931 kr.
14. maí. 2018
22.600.000 kr.
28.400.000 kr.
57.7 m²
492.201 kr.
16. jún. 2011
11.000.000 kr.
12.000.000 kr.
57.7 m²
207.972 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025