Opið hús: Baugakór 8, 203 Kópavogur, Íbúð merkt: 01 01 01. Eignin verður sýnd mánudaginn 17. nóvember 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Lýsing
Björt og falleg 143,5fm. íbúð í fjórbýli við Baugakór 8. Um er að ræða fjögurra herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi á góðum stað í Kópavogi. Íbúðin er einstaklega rúmgóð og vel skipulögð.
Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu/borðstofu, sólpall, 3 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og bílskúr.
Nánari lýsing:
Forstofa: Komið er inn í flísalagða forstofu með fataskápum. Innangengt í bílskúr úr forstofu.
Eldhús: Rúmgott og opið eldhús með góðu skúffu- og skápaplássi. Innréttingin er frá Axis með borðplötu úr kvartsstein. Siemens blástursofn ásamt Siemens combi ofni, AEG spanhelluborð og gufugleypir. Rými í innréttingu fyrir uppþvottavél og fyrir tvöfaldan ísskáp/frysti.
Stofa / borðstofa: Rúmgóð, björt og opin stofa sem býður uppá ýmsa möguleika. Úr stofu er útgengt á um 40fm. sólpall sem snýr í suð-vestur.
Svefnherbergi I, II & III: Rúmgott hjónaherbergi með stórum fataskápum ásamt tveimur góðum barnaherbergjum.
Baðherbergi: Gott baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum. "Walk-in" sturta, baðkar, upphengt salerni, upphengd baðinnrétting og handklæðaofn.
Þvottahús: Flísar á gólfi og innrétting þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Ræstivaskur í innréttingu.
Bílskúr: Innangengt úr forstofu í 24,2fm. bílskúr með epoxy á gólfi.
2021 var lagt nýtt parket á íbúðina ásamt því að settar voru upp nýjar hurðir frá Parka.
Gólfhiti er í íbúðinni.
Eignin er vel staðsett og stutt í helstu þjónustu svo sem leikskóla, grunnskóla, matvöruverslanir, íþróttaaðstöðu og fleira.
Allar nánari upplýsingar veitir:
Jón Óskar Karlsson, löggiltur fasteignasali, í síma 693 9258 eða jonoskar@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat