Lýsing
Viltu fasteignir kynna fallega, bjarta og vel skipulagða 3ja herbergja 96,2 fermetra útsýnisíbúð á 3. hæð með svölum til austurs í vönduðu fjölbýlishúsi með lyftu á góðum stað í Bryggjuhverfinu í Reykjavík. Eignin stendur alveg niður við sjóinn og frá henni nýtur einstaks útsýnis.
Falleg og vel skipulögð rúmgóð 3ja herbergja íbúð með frábæru sjávarútsýni alveg niður við smábátahöfnina.
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Allar nánari upplýsingar veita:
Elísabet Kvaran löggiltur fasteignasali í síma 781-2100, elisabet@viltu.is
Karólína Íris löggiltur fasteignasali í síma 772-6939, karolina@viltu.is
Lýsing eignar:
Forstofa / Gangur, parketlagður og með innbyggðum fataskápum í vegg.
Hjónaherbergi, stórt, parketlagt og með innbyggðum fataskápum í vegg.
Barnaherbergi, rúmgott, parketlagt og með fataskápum.
Þvottaherbergi, flísalagt gólf og veggir að hluta, skápar, vinnuborð og vaskur.
Baðherbergi, flísalagt gólf og veggir, innrétting, handklæðaofn og flísalagður sturtuklefi.
Eldhús, rúmgott og bjart, opið við stofu með með útgengi á flísalagðar svalir til austurs þar sem nýtur sólar til um kl. 14 á daginn. Fallegar svartar innréttingar í eldhúsi með svörtu quartz á borðum og tengi fyrir uppþvottavél. Eyja í eldhúsi er með marmara á borði, áfastri borðaðstöðu og spanhelluborði. Loft í eldhúsi eru tekið niður og með innbyggðri lýsingu.
Stofa, mjög rúmgóð og björt, parketlögð og með mjög stórum gluggum út að sjónum. Verulega aukin lofthæð er í glerbyggingu í stofu. Frá stofum nýtur virkilega fallegs útsýnis út á sjóinn, yfir smábátahöfnina, að Esjunni, Viðey og víðar.
Á jarðhæð hússins eru:
Sérgeymsla, 7,1 fermetri að stærð.
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla, með útgengi á lóð.
Húsið að utan er í góðu ástandi, klætt með áli og því viðhaldslítið.
Lóðin er virkilega falleg með stóru hellulögðu torgi við smábátahöfnina og fallegri lýsingu.
Staðsetning eignarinnar er mjög góð alveg niður við sjóinn við smábátahöfnina og frá eigninni nýtur virkilega fallegs útsýnis.
Fyrirvarar:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.