Lýsing
Miklaborg kynnir: Bjarta og vel skipulagða 86,4 fm 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í 3ja hæða fjölbýlishúsi við Brattholt 5 í Hafnarfirði. Húsið hefur fengið gott viðhald og var það sprunguviðgert og málað árið 2023, skipt hefur verið um glugga og gler á suðurhlið auk þess að þak hússins hefur verið yfirfarið. Stutt er í skóla, leikskóla og gólfvöll.
Nánari lýsing:
Komið er inn í forstofu með fataskáp. Á hægri hönd við inngang er þvottahús. Frá forstofu tekur við hol/miðrými með parketi á gólfi. Tvö rúmgóð svefnherbergi bæði með fataskáp. Baðherbergi er með baðkari og er flísalagt í hólf og gólf. Björt stofa með útgengi út á svalir með glæsilegt útsýni. Eldhús með hvítri snyrtilegri innréttingu og borðkrók. Eigninni fylgir sérgeymsla í sameign ásamt aðgengi að sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Gólfefni íbúðar: parket að mestu á gólfum fyrir utan dúk á þvottahúsi og flísum á baðherbergi.
Allar nánari upplýsingar veitir
Stefán Jóhann Stefánsson löggiltur fasteignasali í síma 659-2634 eða stefan@miklaborg.is