Lýsing
3 herbergja 93.9 m2 íbúð við í Hjallalund 18 - Íbúð 101
Björt, rúmgóð og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð á 1. hæð með stæði í bílakjallara.
Í einstaklega góðu og eftirsóttu hverfi í Lundahverfi á Akureyri er þessi fallega og bjarta 3ja herbergja, 93,9 fm íbúð á 1. hæð í vönduðu fjölbýli með lyftu. Íbúðin er vel skipulögð, vel umgengin og býður upp á hlýlegt og notalegt heimili með sólpalli sem snýr í suðvestur. Á lóðinni er sameiginlegur garður og leiksvæði og hiti er í stéttum.
Forstofa Flísar á gólfi og góður fataskápur.
Eldhús Bjart og rúmgott eldhús með hvítri innréttingu, flísum á gólfi og notalegum borðkrók við glugga.
Stofa Rúmgóð stofa með parketi á gólfi.
Borðstofa Búið er að byggja yfir svalir sem nú eru nýttar sem borðstofa. Flísar og hiti í gólfi. Úr borðstofu er gengið út á sólpall.
Svefnherbergi Tvö rúmgóð svefnherbergi með parketi á gólfum. Fataskápar í stærra herberginu.
Baðherbergi Með flísum á gólfi og að hluta til á veggjum, sturtu, baðkari og hvítri innréttingu.
Geymsla Innaf forstofu er geymsla með skáp og góðu hillurými.
Bílastæði í bílakjallara Eigninni fylgir stæði í bílakjallara og skápar eru aftast í bílastæðinu.
Annað
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla á 1. hæð.
Sameiginleg hjólageymsla, dekkjageymsla og aðstaða til bílþvotta er í kjallara.
Skipulag er ekki í samræmi við teikningar að því leyti að öðru hurðaopi í eldhúsi hefur verið lokað og svölum hefur verið lokað.
Markísa á sólpalli fylgir ekki með kaupum á íbúðinni. Sólpallur er ekki á sérafnotareiti.
Þetta er einstaklega falleg og notaleg íbúð í rótgrónu og vinsælu hverfi. Fullkomin fyrir fjölskyldur, pör eða þá sem vilja rúmgott og bjart heimili á frábærum stað á Akureyri.
Vert er að geta þess að myndir eru unnar með gervigreind.
Nánari upplýsingar um eign:
Erla Friðriksdóttir löggiltur fasteignasali s. 896-6160 eða erla@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat