Lýsing
Sjarmerandi hæð á besta stað í Norðurmýrinni. Leik- og grunnskólar í göngufæri sem og Kringlan, Klambratúnið, Nauthólsvík og miðbær Reykjavíkur og allt það skemmtilega sem hann hefur upp á að bjóða. Öll þjónusta í næsta nágrenni.
Eignin getur verið laus nokkuð fljótt.
Bókið skoðun hjá Aðalsteini í síma 767-0777 eða á netfanginu alli@trausti.is
Smelltu hér til að sækja söluyfirlit. Fáðu frítt söluverðmat fyrir þína eign
Skv. Þjóðskrá Íslands er eignin skráð 124,4 fm og þar af er sérgeymsla skráð 7,3 fm.
Nánari lýsing: Hæðin deilir inngang og forstofu með 2. hæðinni.
Forstofugangur með parket á gólfi og innbyggðan yfirhafna og skóskáp.
Stofa er mjög rúmgóð með parket á gólfi.
Borðstofa er rúmgóð með parket á gólfi. Tvöföld rennihurð milli stofu og borðstofu.
Eldhús var endurnýjað 2024 með fallegri innréttingu með góðu skúffu- og skápaplássi, tengi fyrir uppþvottavél, ofn í vinnuhæð og háf yfir helluborði.
Hjónaherbergi er mjög rúmgott með parket á gólfi. Rennihurð úr stofu og annar inngangur frá forstofugangi.
Svefnherbergi II er rúmgott með parket á gólfi. Útgengt á svalir.
Svefnherbergi III er rúmgott með parket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með "walk-in" sturtu, handklæðaofn, snyrtilega innréttingu og glugga.
Sérgeymsla hæðar er í sameign í kjallara hússins og svo á hæðin helmingshlutdeild bæði í geymslulofti í risi auk kaldrar geymslu undir tröppum.
Sameiginlegt rúmgott þvottahús er í sameign í kjallara og hver með sitt tengi fyrir bæði þvottavél og þurrkara. Góð þurrkaðstaða/snúrur sem tilheyra hæðinni.
2010: Þak málað.
2011-2012: Skipt um þakkant og þakjárn endurnýjað og drenað allan hringinn.
2019: Sameign og þvottahús í kjallara tekin í gegn m.a. málað, og gluggar hæðarinnar málaðir að utan.
2023: Húsið ástandsskoðað. Húsið múrviðgert og steinað. Skipt var um glugga sem þurfa þótti og svalahurð auk glugga á geymslum og í sameiginlegu þvottahúsi.
Endurnýjun á frárennslislögnum, fóðrun á stofnlögn og fl.
2024: Nýtt vandað harðparket sett á alla íbúðina nema baðherbergi, nýir gólflistar, skrautlistar við loft og íbúðin öll máluð.
2024: allar pípulagnir í eldhúsi endurnýjaðar, ný eldhúsinnrétting og tæki, bætt var við rafmagns tenglum í eldhúsi.
2024: nýir rofar, tenglar og snjalllýsing. Kranar á ofnum endurnýjaðir
2025: Pípulagnir í hitakompu endurnýjaðar að hluta
2025: Eldri gluggar lakkaðir og stormjárn endurnýjuð í stofum og hjónaherbergi
2025: Nýjar innihurðir (fyrir utan rennihurðir og skóskáp)
Nánari upplýsingar um eignina veitir Aðalsteinn Jón Bergdal, löggiltur fasteignasali, í síma 767-0777 eða á netfanginu alli@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 3.800 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.