Lýsing
Miklaborg kynnir: Bjarta og fallega 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í litlu fjölbýli með útgengi úr stofu á sólpall sem snýr í suð-vestur. Frábær staðsetning í grónu hverfi þar sem stutt er í skóla, leikskóla og alla helstu þjónustu.
Nánari lýsing:
Komið er inn í anddyrishol sem tengir öll rými íbúðar. Eldhús er með hvítri innréttingu, opnanlegum glugga og góðu skápa- og vinnuplássi. Tvö svefnherbergi annað með fataskáp. Stofa er björt og rúmgóð með útgengi á sólpall sem snýr í suð-vestur. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með hvítri skúffuinnréttingu undir vaski og baðkari með sturtu. Gólfefni íbúðar eru parket og flísar. Í kjallara er sérgeymsla ásamt sameiginlegu þvottahúsi og hjóla- og vagnageymslu.
Nánari upplýsingar veita
Stefán Jóhann Stefánsson löggiltur fasteignasali í síma 659-2634 eða stefan@miklaborg.is
Þröstur Þórhallsson lögg. fasteignasali throstur@miklaborg.is