Lýsing
Miklaborg kynnir: Vönduð og björt 130,1 fm 4ra herbergja íbúð á 4. hæð með 3 svefnherbergjum, 2 baðherbergjum og sér þvottahúsi ásamt sérmerktu stæði í bílakjallara. Gólfhiti og gólfsíðir gluggar í stofu og inn í hjónaherbergi. Öll þjónusta er í göngufæri, hvort sem horft er til miðborgarinnar, Grandagarðs eða Vesturbæjar, og má því segja að ef staðsetning skiptir máli, þá er Mýrargata 26 staðurinn til að vera.
Nánari lýsing
Komið er inn í flísalagða forstofu. Stofa, borðstofa og eldhús eru í opnu og björtu alrými með gólfsíðum gluggum og útgengi á vestur-svalir. Eldhús er með fallegri innréttingu og góðu skápa- og vinnusplássi. Hvítur kvarts-steinn, undirlímdur vaskur, bökunarofn í vinnuhæð og innbyggð uppþvottavél eru í eldhúsi. Aðal baðherbergið er bæði með sturtu og baðkari, góðri innréttingu og upphengdu salerni. Hjónasvíta er rúmgóð og björt með stórum gólfsíðum gluggum og innbyggðum fataskápum. Inn af herberginu er sér baðherbergi með upphengt salerni, sturtu, baðinnréttingu og handklæðaofni. Tvö góð barnaherbergi og er annað þeirra sérlega rúmgott. Þvottahús er með flísum á gólfi, skolvask og tengi fyrir bæði þvottavél og þurrkara. Eigninni fylgir 7,2 fm geymsla í kjallara ásamt sérmerktu bílastæði í bílakjallara þar sem búið. Búið að er leggja lagnir fyrir rafhleðslustöðvar.
GÓLFEFNI: Parket er á öllum gólfum að undanskyldu baðherbergjum, forstofu og þvottahúsi en þar eru flísar.
Húsið var byggt árið 2014, hannað með opnum garði í miðju hússins. Þrjár lyftur eru í húsinu og á 6 og 7 hæð eru sameiginlegar þaksvalir með einstöku útsýni. Í húsinu er öflugt húsfélag og starfandi húsvörður.
Allar nánari upplýsingar veitir
Stefán Jóhann Stefánsson löggiltur fasteignasali í síma 659-2634 eða stefan@miklaborg.is