Lýsing
Miklaborg kynnir: Vel skipulagða 2ja herbergja 75,1 fermetra íbúð sem ekki hefur verið búið í á 3. hæð með góðu útsýni í nýlegu lyftuhúsi við Silfursmára 2. Í íbúðinni eru vandaðar innréttingar með kvarts-stein á borðum bæði á baði og eldhúsi, vélrænni loftræstingu og góðum heimilstækjum frá Smith & Norland af gerðinni Siemens. Frábær staðsetning í Kópavogi þar sem stutt er í alla helstu þjónustu.
Nánari lýsing eignar:
Forstofa/hol: Komið er inn í rúmgóða forstofu með stórum fataskáp. Parket á gólfi.
Alrými- eldhús- stofa og borðstofa: Opið alrýmið er með miklu útsýni og útgengi á rúmgóðar svalir. Eldhúsið er með innréttingum af vandaðri gerð frá Nobilia/GKS með kvarts-stein á borði. Í eldhúsi er innbyggð uppþvottavél og ísskápur, tvennir ofnar (hefðbundinn og combi) og helluborð með gufugleypi. Parket á gólfi.
Svefnherbergi: Er 11,5 fm með fataskáp. Parket á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt með vandaðri innréttingu frá Nobilia/GKS með kvarts-stein. Þvottaaðstaða er inni á baðherbergi.
Geymsla: Er 10,7 fm í kjallara.
Sameign: Hönnun sameignarinnar er sérlega vönduð og mikið lagt í sameignina. Íbúðarhluti Silfursmára 2 er með tveimur inngöngum, annars vegar frá Silfursmára gegnt Smáralind á 1. hæð og hins vegar garðmegin á 2. hæð. Tvær lyftur eru fyrir íbúðir í húsinu. Á 1. hæð eru tvær hjóla- og vagnageymslur fyrir íbúa.
Allar nánari upplýsingar gefur:
Stefán Jóhann Stefánsson löggiltur fasteignasali í síma 659-2634 eða stefan@miklaborg.is