Lýsing
Um er að ræða 3ja herbergja íbúð á 3. hæð við Arnarsmára 16 í Kópavogi. Skv. skráningu HMS er birt flatarmál íbúðarinnar 86,1 fm. Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu og í nálægð við stofnbrautir. Rúmgóður og snyrtilegur stigagangur, þrjár íbúðir á hæðinni. Þvottahús innan íbúðar - tvennar svalir (bæði útfrá stofu og svefnherbergi). Þakið var endurnýjað ásamt þakkanti árið 2024.
Eignaskiptasamningur: Stærð séreignar er 86,1 fm. Lýsing: íbúð fyrir miðju á 3. hæð, 81,1 fm. Henni tilheyrir geymsla í kjallara (00-08) 5,0 fm. Eigninni fylgja tvennar svalir 8,4 fm samtals. Eignarhlutdeild í sameiginlegri sameign í húsi er 10,51%.
Nánari lýsing eignar: Komið er inn í forstofu, fataskápur sem nær alveg upp í loft. Stofa og borðstofa í opnu rými. Eldhús með fallegri innréttingu, flísar á milli efri og neðri skápa. Frá stofu og eldhúsi er gengið út á svalir. Mjög rúmgott hjónaherbergi með stórum fataskáp og frá þessu rými er gengið út á svalir. Barnaherbergi er með fataskáp. Flísalagt baðherbergi í hólf og gólf. Hvít innrétting, baðkar með sturtu. Innan íbúðar er þvottahús með innréttingu, skolvaskur. Gólfefni íbúðar: parket og flísar á gólfum. Eigninni fylgir sérgeymsla í sameign ásamt aðgengi að sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu. Fallegur sameiginlegur garður. Að sögn seljanda hefur húsið fengið gott viðhald síðastliðin ár.
ÞETTA ER FALLEG EIGN Á FRÁBÆRUM STAÐ Í BARNVÆNUM HVERFI ÞAÐAN SEM STUTT ER Í ALLA HELSTU ÞJÓNUSTU, SKÓLA, LEIKSKÓLA O.FL.
Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat