Upplýsingar
Byggt 1845
159,5 m²
7 herb.
Lýsing
Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala
Aðalstræti 6
Um er að ræða tveggja íbúða hús í innbænum á Akureyri. Eignin er samtals 159,5 fm. en búið er að gera þónokkrar endurbætur á eigninni, sérstaklega á neðri hæð.
Neðri hæð:
Aðalinngangur neðri hæðar snýr til austurs. Komið er inn í anddyri og þar fyrir innan er eldhús með nýrri innréttingu og eldhúskrók. Úr eldhúsi er hleri niður í lítið kjallararými. Eldhúsinnrétting er með stæði fyrir innbyggðan ísskáp og uppþvottavél.
Inn af eldhúsi er borðstofa og stofa ásamt svefnherbergi. Baðherbergi er með flísar á gólfi, handklæðaofn og sturtu.
Bakdyrainngangur er með flísar á gólfi og þá er útbygging sem gert er ráð fyrir t.d. aðstöðu fyrir þvottavél.
Efri hæð:
Gengið er inn á efri hæð austan við hús um timburstiga. Komið er inn í anddyri með flísar á gólfi. Við hlið þess er baðherbergi með aðstöðu fyrir þvottavél. Tvö svefnherbergi eru á hæðinni, annað við gang og hitt inn af eldhúsi. Stofa efri hæðar snýr til austurs og með glugga til tveggja átta. Þar er parket á gólfi.
Eldhús er rúmgott með eldri innréttingu.
Virkilega skemmtilegt hús sem stendur á eignarlóð.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:
bjorn@byggd.is
greta@byggd.is
berglind@byggd.is
olafur@byggd.is
Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955