Lýsing
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 63,3 fm.
Skipulag eignar:
Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, 2 svefnherbergi, baðherbergi, geymslu, sameiginlegt þvottahús og vagna- og hjólageymslu.
Nánari lýsing eignar:
Anddyri með góðum fataskáp og parketi á gólfi.
Stofa/borðstofa björt og rúmgóð með suðurglugga, gott skápapláss og parket á gólfi. Aukin lofthæð í stofu, 285 cm.
Eldhús með fallegri og nýlegri eldhúsinnréttingu, innbyggður ísskápur og uppþvottavél, spanhelluborð, bakstursofn, innfelld vifta, vaskur og blöndunartæki, led lýsing undir efri skápum og parket á gólfi.
Hjónaherbergi rúmgott með góðu skápaplássi og parket á gólfi. Aukin lofthæð í hjónaherbergi, 285 cm. Útgengt er úr herberginu út á svalir.
Svefnherbergi með parketi á gólfi.
Baðherbergi með innangengri sturtu, glugga, hvítri innréttingu, speglaskápur með ljósi, upphengdu salerni, handklæðaofni, flísar á gólfi.
Geymsla íbúðar er 2,3 fm. og er í kjallara hússins. Sameiginlegur afnotaréttur beggja íbúða á 3. hæð er á geymslu undir stiga í kjallara.
Sameign er snyrtileg með sameiginlegu þvottahúsi og vagna- og hjólageymsla.
Stór sameiginleg gróin lóð og sérmerkt bílastæði.
Húsinu hefur verið vel viðhaldið og fengið gott viðhald. Ástandsskýrsla var gerð í apríl 2018 þar sem farið er ítarlega yfir allt í húsinu.
Eignin hefur verið mikið endurnýjuð að innan:
* Rafmagn var endurnýjað í eldhúsi og ný tafla sett upp þar. Annað rafmagn var að mestu endurnýjað og tenglar og rofar eru nýlegir.
* Nýleg ljós eru í allri íbúðinni og einnig allir ofnar. Ljósin fylgja með.
* Pípulagnir hafa verið endurnýjaðar á baðherbergi.
* Allir veggir á baðherbergi klæddir með Dumawall plötum, dökkgráar flísar á gólfi.
* Hvít innrétting, upphengt salerni frá Grohe, speglaskápur með ljósi og svört blöndunartæki.
* Eldhúsinnrétting nýleg með innbyggðum ísskáp og innbyggðri uppþvottavél, spanhelluborð, bakaraofn og innfelld vifta, led lýsing undir efri skápum og hillur á vegg sem fylgja með.
* Nýlegur dyrasími.
* Nýlegir skápar í forstofu, stofu og hjónaherbergi.
* Allar hurðir eru nýlegar og eru frá Parka, þar af nýleg eldvarnahurð fram á gang.
* Nýlegt parket frá Parka.
EINSTAKLEGA FALLEG OG MIKIÐ ENDURNÝJUÐ ÍBÚÐ Á GÓÐUM STAÐ MIÐSVÆÐIS Í REYKJAVÍK.
Allar nánari upplýsingar veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 899-5949 eða á netfaningu gudbjorg@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.