Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Guðmundur Th Jónsson
Elín D. Guðmundsdóttir
Sigríður Kjartansdóttir
Vista
svg

542

svg

406  Skoðendur

svg

Skráð  25. feb. 2025

fjölbýlishús

Ofanleiti 9

103 Reykjavík

91.500.000 kr.

826.558 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2032293

Fasteignamat

81.650.000 kr.

Brunabótamat

58.220.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1984
svg
110,7 m²
svg
5 herb.
svg
1 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sameiginl. inngangur
svg
Bílastæði

Lýsing

Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu glæsilega, mjög mikið endurnýjaða, bjarta og vel skipulagða 5 herbergja endaíbúð með suðursvölum, mjög fallegu útsýni og gluggum í þrjár áttir á 4. hæð (efstu) í mjög góðu litlu fjölbýlishúsi á eftirsóttum stað við Ofanleiti í Reykjavík auk sér bílastæðis í lokaðri og upphitaðri bílageymslu í kjallara.  Fallegt útsýni er frá eigninni til norðurs, m.a. að Esjunni og mjög rúmt er um húsið til suðurs.  Góð aðkoma er að húsinu og mikill fjöldi bílastæða er á lóð beggja vegna hússins.

Eignin hefur verið mikið endurnýjuð hið innra:
- 2018 Rofar og tenglar endurnýjaðir
- 2020 Baðherbergi endurnýjað
- 2021 Nýjar eldvarnarhurðir á stigagangi
- 2023 Gólfefni endurnýjuð
-2023 Eldhúsinnrétting öll sprautulökkuð, skipt um borðplötur, vask og tæki
-2024 Innrétting í forstofu spruatulökkuð og bekkur bólstraður


Húsið að utan hefur alltaf fengið gott viðhald og endurbætur:
- 2017 Þakjárn, þakkantur, þakrennur og niðurföll endurnýjuð
- 2018 Hús að utan múrviðgert og málað
- 2024 Skipt um alla glugga, svalahurðir og gler á suðurhlið hússins

Lóð hússins er mjög snyrtileg og hefur verið endurnýjuð með hleðslugrjóti og fallegum beðum.


Góð aðkoma er að húsinu og mjög góð bílastæði eru lóð beggja vegna hússins.

Lýsing eignar:
Forstofa, parketlögð og með fallegum föstum skápum með föstum bólstruðum bekk og spegli.
Þvottaherbergi,
innaf forstofu er flísalagt og með góðri loftræstingu og hillum.
Hol, parketlagt og með fallegum speglaklæddum veggjum að hluta.
Barnaherbergi I, parketlagt og rúmgott með fataskápum.
Gangur, parketlagður. 
Hjónaherbergi, mjög rúmgott, parketlagt og með fataskápum á heilum vegg.
Baðherbergi, með glugga, flísalagt gólf og veggir, innrétting og bæði baðkar og flísalögð sturta.
Barnaherbergi II, parketlagt og rúmgott með fataskápum.
Barnaherbergi III, parketlagt og með fataskápum.
Stofa, parketlögð, rúmgóð og björt með gluggum í tvær áttir og útgengi á rúmgóðar svalir til suðurs.
Eldhús, parketlagt og bjart með gluggum til suðurs og góðri borðaðstöðu. Mjög fallegar gráar sprautulakkaðar innréttingar með nýrri borðplötu og efni á milli skápa, nýlegum tækjum og vaski og tengi fyrir uppþvottavél.

Á jarðhæð hússins er sameiginleg hjólageymsla með útgengi á framlóð.

Sér bílastæði í lokaðri og upphitaðri bílageymslu, sem er með góðri loftræstingu, þvottastæði og geymsluplássi. Búið er að leggja fyrri rafhleðslustöðvum í öll stæði í bílskýlinu.

Húsið að utan er sem fyrr segir í góðu ástandi og sameign er öll til fyrirmyndar, mjög vel umgengin.
Lóðin er fullfrágengin með fallegri hellulögn fyrir framan húsið með hitalögnum undir og aðkoma að húsinu er bæði frá norðri og suðri.  Mjög mikið er af sérmerktum bílastæðum fyrir húsið

Staðsetning eignarinnar er algjörlega frábær. Stutt er í Kringluna, Borgarleikhúsið, tvo barnaskóla, Verslunarskólann, leikskóla, heilsugæslu, læknavakt, verslanir og út á aðalbrautir.

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is

Fasteignamarkaðurinn

Fasteignamarkaðurinn

Óðinsgötu 4, 101 Reykjavík
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
20. mar. 2018
46.300.000 kr.
49.000.000 kr.
110.7 m²
442.638 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Fasteignamarkaðurinn

Fasteignamarkaðurinn

Óðinsgötu 4, 101 Reykjavík
phone