Lýsing
Kaupstaður fasteignasala ehf. kynnir sumarhús í 806, Bláskógabyggð
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Kaupstaður fasteignasala ehf. kynnir: Stekkjabraut 12 fallegur sumarbústaður á einstakri eignalóð með mögnuðu útsýni úr hlíðum Bjarnarfells. Sannkölluð sveitasæla í Helludal, göngufjarlægð frá Geysi Haukadal. Um 100 km frá Reykjavík. Eignin býður upp á ýmis tækifæri hvort sem til einkanotkunar eða útleigu.
Lýsing á eign:
Stekkjarbraut 12 er rúmgóður sumarbústaður með frábæra staðsetningu við eitt vinsælasta útivistarsvæði Íslands. Húsið er 66 fm að stærð ásamt óskráðu 25 fm svefnlofti. Heildar gólfflötur er því stærri þar sem svefnloftið mælist ekki að fullu vegna lofthæðar. Einnig er nýbyggt 15 fm gestahús (ófrágengið að innan) sem býður upp á ýmsa möguleika til aðlögunar eftir eigin hentugleika. Auka húsið er notað sem geymsla í dag.
Lóð: Eignarlóð, 5.152 fm að stærð, með nýtingarhlutfall 0.3. Samkvæmt deiliskipulagi er heimilt að byggja allt að 154 fm, þar með talið allt að 40 fm aukahús. Á lóðinni eru þrjú bílastæði fyrir samtals sex bíla. Aðkoma að bústaðnum er um malarveg.
Innanrými: Þrjú svefnherbergi, þar af eitt með tvöfaldri koju. Einnig er 25 fm svefnrými á háalofti sem er í dag nýtt fyrir fjögur rúm. Nýleg gólfefni hafa verið lögð á alla fleti. Baðherbergið var endurnýjað 2023, með linoleum dúk á gólfum. Annað gólfefni er parket. Bústaðurinn var nýlega málaður að utan og pallurinn yfirfarinn.
Aðstaða og viðhald: Hitaveita er á svæðinu og búið er að undirbúa hitaveitu í bústaðinn, þó hann sé í dag hitaður með rafmagnsofnum. Í dalnum er starfrækt sumarbústaðafélag.
Umhverfi: Staðurinn er einstaklega friðsæll með óhindrað útsýni til suðurs og austurs. Hársbreidd frá útivistarperlum eins og Haukadalsskógi, ferðamannastöðunum Geysi og Gullfoss sem og hálendinu sjálfu. Strókurinn af Geysi sést frá sumarbústaðnum. Þrátt fyrir nálægð við fjölfarna áfangastaði er einstakur friður sem ríkir í dalnum.
Viðhaldssaga:
- Skipt um parket 2020
- Svefnherbergi og forstofa máluð 2020
- Bústaður málaður að utan 2020 og 2024
- Gestahús byggt 2023 og 2024
- Innanstokksmunir geta fylgt með í sölu ef um það er samið.
- Þetta er einstakt tækifæri til að eignast sumarbústað í afar fallegri og friðsælli sveitasælu, þar sem friður og náttúrufegurð fara saman.