Lýsing
Um er að ræða 89.5 fm þriggja herbergja íbúð á 4.hæð (efstu) í þessu vandaða og viðhaldslitla lyftuhúsi ásamt stæði í lokaðri bílageymslu.
Frábær staðsetning er á þessari húseign og er stórbrotið útsýni til austurs, suðurs og vesturs úr íbúð og af svölum.
Stutt er í alla helstu þjónustu í Spönginni, félagsstarf og þjónustu fyrir eldri borgara, golfvöll, fallegar gönguleiðir og íþróttamiðstöð.
ÍBÚÐIR Í HÚSINU ERU ÆTLAÐAR AÐILUM SEM AÐ ERU 50 ÁRA OG ELDRI.
ÍBÚÐ ER LAUS TIL AFHENDINGAR 1.MAÍ 2025.
Birtar stærðir skv. Þjóðskrá Íslands:
Íbúð er 82.1 fm merkt 01-04-06 og geymsla 7.4 fm er merkt 01-00-30, samtals 89.5 fm að stærð. Stæði í bílgeymslu merkt 01.B10.
Sameiginleg hjóla/vagnageymsla á jarðhæð.
Nánari upplýsingar um eign:
Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s. 6900 820 eða sveinn@landmark.is
FÁÐU SENT SÖLUYFIRLIT YFIR EIGN STRAX HÉR.
Eignin skiptist í:
Anddyri, hol, eldhús, stofu/borðtofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, sér geymslu og stæði í lokaðri bílgeymslu.
Nánari lýsing á eign:
Komið er inn í rúmgott anddyri með flísum á gólfi, þar eru góðir fataskápar fyrir yfirhafnir.
Eldhús og stofa/borðstofa eru í opnu sameiginlegu rými, vönduð eldhúsinnrétting úr eik með efri og neðri skápum, borðlýsing í efri skápum, keramik helluborð með viftu fyrir ofan, steinplata í borðplöt, innbyggð uppþvottavél í innréttingu og ofn í vinnuhæð.
Frá stofu er gengið út á svalir sem snúa til suðurs, mögulegt væri að setja svalalokun á svalirnar.
Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni, bæði með fataskápum.
Baðherbergið er með flísum á gólfi og veggjum, vegleg innrétting með góðum skápum og er vaskur í miðri innréttingu úr eik með steinplötu, segill með lýsingu fyrir ofan handlaug, skápar úr eik til hliðar við spegil, sturtuklefi, handklæðaofn á vegg og vegghengt salerni.
Þvottahúsið er með flísum á gólfi, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, skolvaskur í borðplötu.
Gólfefni: Parket er á gólfum íbúðarinnar að undanskyldum votrýmum sem eru flísalögð.
-Vegna mikillar sölu undanfarið þá vantar mig allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég kem og met eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s: 6900.820 eða sveinn@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat