












Lýsing
Miklaborg kynnir: Um er að ræða bjarta og snyrtilega 99,8 fm 4ra herbergja íbúð á þriðju hæð í snyrtilegu fjölbýli en íbúðinni fylgir auka herbergi í kjallara með aðgengi að snyrtingu.
Forstofa er með fataskápum. Björt stofa en þaðan er útgengt á yfirbyggðar suðursvalir sem hægt er að opna, flísar á svalagólfi. Glæsilegt nýlegt eldhús og tæki með borðkrók innst við glugga. Svefnherbergin eru 3 og Skápar í aðalsvefnherbergi. Baðherbergi er flísalagt að hluta, baðkar með sturtu, wc, skápar undir vask og efri skápur. Einnig er gluggi með opnanlegt fag. Gólfefni er plast parket, flísar og dúkur.
Aukaherbergi í kjallara er 11,2 fm og í sameign er snyrting með wc og vask. Þar er einnig sér geymsla íbúðarinnar 11,9 fm ásamt sameigilegu þvottahúsi þar sem hver er með sína þvottavél. Leigutekjur af herbergi og geymslu í kjallara eru 130.000 á mánuði.
Hjóla- og vagnageymsla einnig í sameign.
Upplýsingablað seljanda um ástand eignarinnar og húsfélagsyfirlýsingar er hægt að nálgast hjá fasteignasölunni.
Skólar og verslanir í hverfinu. Snyrtileg eign með útleigumöguleika.
Nánari upplýsingar veita Svan Gunnar Guðlaugsson síma 6979300 eða svan@miklaborg.is og Gabríel Máni Hallsson í síma 772 2661 eða gabriel@miklaborg.is