Lýsing
Glæsilega og bjarta 5 herbergja endaíbúð á 3. hæð við Jörfabakka og þar af er eitt herbergi í kjallara með aðgengi að sameiginlegu salerni.
Eignin skiptist í forstofu/hol, eldhús, stofu/borðstofu, fjögur svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús innan íbúðar en henni fylgir einnig geymsla og hlutdeild í sameign.
Birt stærð samkv. HMS 113.8 m² og skiptist í íbúðarrými 93, 5 fm. herbergi í sameign sem er 9,9 fm ásamt geymslu sem er 10,4 fm. Samtals 113,8 fm.
SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT eða nánari upplýsingar og skoðunartíma veitir Ingibjörg Agnes í síma 897-6717 eða inga@landmark.is
✅ Björt endaíbúð með gluggum á baði og þvottahúsi.
✅ Möguleiki á útleigutekjum.
✅ Gott leiksvæði fyrir börn í garðinum.
✅ Sólríkar svalir.
✅ Skóli, leikskóli og helsta þjónusta í göngufæri ásamt nálægð við Elliðaárdalinn.
Nánari lýsing:
Forstofa/hol: Er rúmgott með með mjög góðum fataskáp með rennihurðum, myndavéladyrasíma og harðparket á gólfi
Eldhús: L-laga ljós innrétting með góðri eyju og miklu vinnuplássi. Pláss fyrir tvöfaldan ískáp og tengi fyrir uppþvottavél. Nýlegur ofn í vinnuhæð, innbyggður örbylgjuofn og keramík helluborð.
Þvottahús: Er inn af eldhúsi, góður gluggi, handklæðofn og skápar.
Stofa/borðstofa: Björt og falleg stofa með glugga á tvo vegu, harðparket á gólfi og útgengt á sólríkar suður svalir.
Hjónaherbergi: Er með harðparketi á gólfi og góðum fataskápum eftir heilum vegg.
Herbergi 1: Er með harðparketi á gólfi og góðum innbyggðum fataskáp.
Herbergi 2: Er með harðparketi á gólfi, fataskápur og sérsmíðað rúm sem getur fylgt með.
Herbergi 3: Er á jarðhæð (9,9 fm) með harðparketi á gólfi og aðgengi að sameiginlegu salerni.
Baðherbergi: Er flísalagt í hólf og gólf, baðkar með sturtuhaus og gleri, handklæðaofn og fín innrétting. Gluggi á baði.
Geymsla: Er á jarðhæð (10,4 fm). harðparkt á gólfi, gluggi á geymslu.
Virkilega björt og fín íbúð í snyrtilegum sex íbúða stigagangi á góðum stað í bökkunum í Reykjavík. Stutt er í skóla, leikskóla og í Mjóddina þar sem öll helsta þónusta er. Fallegar gönguleiðir í nágrenninu og nálægð við Elliðárdalinn.
Samkv. seljanda hafa eftirfarandi framkvæmdir átt sér stað á síðustu árum:
* 2018 Hús steypuviðgert og málað, skipt um hluta af gleri og gluggalistum.
* 2020 Nýtt harðparket á alla íbúð nema votrými.
* 2023 Skipt um þakjárn og pappa.
* Skipt um alla ofna í íbúð á síðustu árum ásamt því að skipta um ofna í stigagangi.
Húsgjöld eignar eru samtals kr. 42.457.- á mánuði sem er bæði fyrir húsfélagið Jörfabakki 2 og Jörfabakka 2-16 en þá er innifalinn allur almennur rekstur húsfélags, allur hiti, rafmagn í sameign, húseigendatrygging og þjónustukaup vegna reksturs húsfélags Jörfabakka 2-16.
Afhending
Eignin er tilbúin til afhendingar eftir samkomulagi.
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat