Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1965
96,4 m²
2 herb.
1 baðherb.
1 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Útsýni
Sameiginl. inngangur
Lýsing
Fasteignasalan Hvammur - 466 1600
Rúmgóð 2ja herbergja íbúð með bílskúr við Skarðshlíð 38 í Glerárhverfi á Akureyri. Eignin er í heildina 96,4 m² og skiptist í 69,8 m² íbúð og 26,6 m² bílskúr.
Íbúðin er á jarðhæð og með góðu aðgengi og bílskúrinn er svo gott sem beint á móti íbúðinni.
Forstofa og gangur er með parketi á gólfi.
Stofan er mjög rúmgóð og þar er parket á gólfi. Möguleiki er að útbúa auka herbergi í stofunni.
Eldhúsið er með parketi á gólfi og snyrtilegri ljósri upprunalegri innréttingu.
Svefnherbergið er með parketi á gólfi og útgangi á svalir til suð-austurs.
Baðherbergið er flísalagt og þar er sturta og stæði fyrir þvottavél.
Sérgeymsla er við sameiginlega forstofu á sömu hæð auk rúmgóðrar sameiginlegrar geymslu í kjallara.
Bílskúrinn er upphitaður og þar er rafmagn en ekki rennandi vatn. Skúrinn nýtist vel og hentar sérstaklega vel til Land Rover viðgerða.
Hér er um að ræða skemmtilega eign sem samanstendur af rúmgóðri 2ja herbergja íbúð auk bílskúrs. Íbúðin býður upp á ýmsa möguleika, en t.d. væri hægt að fjölga herbergjum og jafnvel opna íbúðina frekar s.s. úr eldhúsi fram á gang og jafnvel úr stofu og fram á gang. Íbúðin er svo rúmgóð að mjög hentugt er að geyma mótorhjól bæði stofu og á gangi :)
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Rúmgóð 2ja herbergja íbúð með bílskúr við Skarðshlíð 38 í Glerárhverfi á Akureyri. Eignin er í heildina 96,4 m² og skiptist í 69,8 m² íbúð og 26,6 m² bílskúr.
Íbúðin er á jarðhæð og með góðu aðgengi og bílskúrinn er svo gott sem beint á móti íbúðinni.
Forstofa og gangur er með parketi á gólfi.
Stofan er mjög rúmgóð og þar er parket á gólfi. Möguleiki er að útbúa auka herbergi í stofunni.
Eldhúsið er með parketi á gólfi og snyrtilegri ljósri upprunalegri innréttingu.
Svefnherbergið er með parketi á gólfi og útgangi á svalir til suð-austurs.
Baðherbergið er flísalagt og þar er sturta og stæði fyrir þvottavél.
Sérgeymsla er við sameiginlega forstofu á sömu hæð auk rúmgóðrar sameiginlegrar geymslu í kjallara.
Bílskúrinn er upphitaður og þar er rafmagn en ekki rennandi vatn. Skúrinn nýtist vel og hentar sérstaklega vel til Land Rover viðgerða.
Hér er um að ræða skemmtilega eign sem samanstendur af rúmgóðri 2ja herbergja íbúð auk bílskúrs. Íbúðin býður upp á ýmsa möguleika, en t.d. væri hægt að fjölga herbergjum og jafnvel opna íbúðina frekar s.s. úr eldhúsi fram á gang og jafnvel úr stofu og fram á gang. Íbúðin er svo rúmgóð að mjög hentugt er að geyma mótorhjól bæði stofu og á gangi :)
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
28. maí. 2021
24.650.000 kr.
26.000.000 kr.
96.4 m²
269.710 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025