Lýsing
Rými eignar:
- Forstofa er með stórum fataskáp og flísum á gólfi.
- Stofan er ágætis rými með stórum gluggum og hægt að ganga inn á svalir.
- Eldhúsið er nýlega hefur verið gert upp innréttingu, mjög gott skápa- og vinnupláss. Góður gluggi og gott borðpláss. Flísar eru á gólfi
- Eitt svefnherbergi með fataskáp, parket á gólfi. Góður ofn og ágætis gluggi.
- Baðherbergið er nýlega uppgert með sturtu, flísum á gólfi og veggjum og gott op uppi sem leiðir að þvottahúsi.
- Þvottahús er innan íbúðar.
- Sér geymsla fylgir eigninni.
Í rólegu og fjölskylduvænu hverfi í göngufæri við skóla, leikskóla, útivistarsvæði og almenningssamgöngur. Stutt í verslanir og aðra þjónustu í Síðuhverfi. Norðurtorg er ekki langt frá.
Annað:
- Sérinngangur af svölum.
- Ljósleiðari tengdur við íbúðina.
- Góð lofthæð og nýleg gólfefni og innréttingar.
- Hús byggt árið 1980.
Allar frekari upplýsingar veitir
Arnar 773 5100 arnar@fastak.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Akureyrar hvetur því
væntanlega kaupendur til að kynna sér gaumgæfilega ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra fagmanna um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.