Lýsing
Miklaborg kynnir: Falleg, björt og vel skipulögð þriggja herbergja íbúð í veglegu lyftuhúsi við Ánanaust í Vesturbænum. Frábær staðsetning, stutt í miðbæinn og í alla þjónustu.
Allar nánari upplýsingar veita:
Kjartan Ísak Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma 663-4392 eða kjartan@miklaborg.is
Ólafur Finnbogason löggiltur fasteignasali í síma 822 2307 eða olafur@miklaborg.is
Nánari lýsing
Forstofa: parket á gólfi, fataskápur.
Geymsla: við hlið forstofu.
Stofa/borðstofa: rúmgóð og björt stofa, parket á gólfi, opin við eldhús.
Eldhús: hvít innrétting, parket á gólfi. Útgengi á svalir.
Svefnherbergi 1: rúmgott herbergi, parket á gólfi og fatskápur.
Svefnherbergi 2: parket á gólfi, fataskápur.
Baðherbergi: Flísar á veggjum og gólfi, sturtuklefi, upphengt salerni, hvít innrétting undir vaski og góðir veggskápar,spegill ofan við vask.
Þvottahús innan íbúðar, flísar á gólfi, tengi fyrir þvottavél og þurrkara , skolvaskur.
Sameiginleg hjólageymsla í kjallara.
Falleg og vel staðsett íbúð - öll þjónusta í næsta nágrenni - Grandinn og miðborgin í göngufæri
Af stigapalli efstu hæðar er gengið út á 60 fm svalir sem eru í sameign hússins með miklu útsýni yfir sundin