Lýsing
Kaupstaður fasteignasala kynnir í einkasölu Hlynsali 1, íbúð 205, 201 Kópavogi.
Þriggja herbergja íbúð á jarðhæð í lyftuhúsi með bílakjallara og garð í suður átt. Smellið hér fyrir staðsetningu.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG TILBOÐSGERÐ Á SÖLUSÍÐA EIGNARINNAR.
Skipulag íbúðar: anddyri, eldhús, borðstofa, stofa, tvö herbergi, baðherbergi og þvottahús.
Í sameign: hjóla- og vagnageymsla, sorpgeymsla, sér geymsla, bílastæði í bílakjallara.
Nánari lýsing:
Anddyri, leiðir að öðrum vistarverum íbúðar, flísalagt, tvöfaldur fataskápur.
Herbergi I, hjónaherbergi, parketlagt, gluggi snýr að verönd í suður.
Herbergi II, við hlið anddyris, parketlagt, tvöfaldur fataskápur.
Stofa og borðstofa, í opnu rými. Útgengt út á afgirta, hellulagða verönd í suður átt, frá verönd er útgengt út um hlið í garð í sameign allra.
Eldhús, u-laga eldhúsinnrétting með brúnum frontum og ljósri borðplötu, stálvaskur, helluborð, ofn, gert er ráð fyrir uppþvottavél í innréttingu og ísskáp við innréttingu.
Baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf, standandi salerni, vaskinnrétting, baðkar með sturtufestingu og lofttúða.
Þvottahús, flísalagt, innrétting, pláss fyrir þvottavél og þurrkara, stálvaskur, hillur.
Í sameign:
Sér geymsla, málað gólf, hillur.
Bílastæði, sérmerkt stæði í bílakjallara, hleðslustöð.
Samkvæmt eignaskiptayfirlýsingu: Eignin er þriggja herbergja íbúð á 2. hæð hússins. 95,3m² önnur íbúð frá vesturhlið. Eigninni fylgir sérgeymsla á 1. hæð. merkt. 01-05. 7,2m² Eigninni fylgir sér-afnotaréttur af afmörkuðum garði við suðurhlið hússins 3,0m. útfrá húsinu og jafnbreytt íbúðinni. Sjá nánar á meðf. grunnynd. Heimilt er að afmarka garðinn með gróðri. Eigninni fylgir eitt bílastæði merkt. B.04 í bílageymslu, sameign sumra. Mhl. 02 Eigninni fylgir hlutdeild í sameign allra, samkvæmt hlutfallstölu hennar í matshluta 01. Birt stærð séreignar er 102,5m². Hlutfallstala í matshluta 01 sameign allra 3,77% Hlutfallstala í hitakostnaði matshlutans 3,91% Hlutfallstala í sameign sumra, bílskýli. mhl. 02 4,17% Hlutfallstala í sameiginlegri lóð 3,83%
Hlynsalir 1 er steinsteypt fimm hæða hús með steyptri þakplötu, einangrað ofanfrá. Við hlið hússins er steinsteypt niðurgrafin bílgeymsla með bílastæðum ofan á.
Staðsetning: vel staðsett eign í göngufæri við Salaskóla og Salalaug auk þess sem stutt er í verslanir og aðra þjónustu. Stutt að sækja útivist af ýmsu tagi, Vífilsstaðavatn, Leirdalsvöll og Heiðmörk sem dæmi.
Nánari upplýsingar í síma 4540000 eða kaupstadur@kaupstadur.is
Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kaupstaður fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Upplýsingar sem koma fram í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga / 1,6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 79.900 m.vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða er umsýslugjald 129.900 m.vsk.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu: www.kaupstadur.is | Borgartún 29, 105 Reykjavík | Kaupstaður
Opið alla virka daga milli kl. 10:00-15:00. Svarað er í síma milli kl. 09:00-16:00.
Nánari upplýsingar í síma 4540000 eða kaupstadur@kaupstadur.is