
Opið hús: Bólstaðarhlíð 60, 105 Reykjavík, Íbúð merkt: 02 00 01. Eignin verður sýnd miðvikudaginn 10. september 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Lýsing
Falleg 3ja herb íbúð á neðstu hæð í góðu fjölbýlishúsi við Bólstaðarhlíð í Reykjavík. Eignin telur í stofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi og geymslu í sameign. Íbúðin er einstaklega vel staðsett í rólegu og barnvænu umhverfi þar sem stutt er í alla þjónustu, skóla, leikskóla og útivistarsvæði.
Nánari lýsing:
Forstofa: komið er inn á hol með harðparketi á gólfi
Eldhús: Hvít eldhúsinnrétting með vask, bakaraofni, gufugleypi og uppþvottavél. Pláss er fyrir stóran tvöfaldan ísskáp. Flísar á gólfum og veggjum.
Stofan og borðstofa eru með stórum gluggum sem veita mikla birtu inn í rýmið. Harðparket á gólfum.
Baðherbergi: baðherbergið með stórri sturtu og hvítri innréttingu. Upphengt salerni og góður gluggi. Flísalagt er í hólf og gólf.
Svefnherberg 1: Stór gluggi sem veitir mikla birtu. Harðparket á gólfi. Mikið skápapláss.
Svefnherbergi 2: Gluggi og gott skápapláss. Harðparket á gólfi
Geymsla: í sameign er sér geymsla sem fylgir eigninni.
Þvottaherbergi: sameiginlegt þvottahús er á sömu hæð og íbúðin og hver íbúi með eigin vél.
Eignin er merkt 00-01, fastanúmer 201-3352 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Bólstaðarhlíð 60 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 201-3352, birt stærð 87.8 fm.
Nánari upplýsingar veitir Birgir Valur Birgisson Löggiltur fasteignasali, í síma 7646535, tölvupóstur esja@esjafasteignasala.is.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Esja fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.