Lýsing
Stúdíó íbúð með aukaherbergi á sömu hæð, 2ja herb. íbúð auk geymslu í snyrtilegu fjórbýlishúsi í miðborg Reykjavíkur. Eignin, sem er í kjallara, er á jarðhæð garðmegin. Sameiginlegur gangur sker eignina í tvo hluta og er því um að ræða stúdíóíbúð með aukaherbergi á sömu hæð. Endurnýjað var frárennsli fyrir ca. 10 árum. Snyrtileg sameign. Frábær staðsetning, þar sem stutt er í skóla, verslanir og þjónustu.
Eignin Suðurgata 13 er skráð sem hér segir skv. Þjóðskrá alls með birtri stærð 47.6 fm 200-2836.
Fasteignamat fyrir árið 2026 verður kr. 47.350.000.
Nánari lýsing á eigninni.
Stúdíóíbúð er inn af sameiginlegum gangi, þaðan sem innangengt er í eldhús, stofu og baðherbergi.
Baðherbergi er með innréttingu undir vaski og á vegg, sturta og flísalagt í hólf og gólf. Ekkert heitt vatn í krananum í handlaug.
Eldhús er með snyrtilega innréttingu, helluborði sem þarf að skipta um(brotið) og ofn. Búið er að saga hluta úr vegg milli eldhús og stofu. Suðar í rafmagni í ljósi.
Sameiginlegur gangur er í gegn um eignina og er aukaherbergi á vinstri hönd, en gangur, eldhús, stofa og baðherbergi á hægri hönd. útgengt er af ganginum út í garð hússins.
Herbergi einstaklega rúmgott er sér, aðskilið frá stúdíóíbúð og inn af sameiginlegum gangi.
Geymsla sem fylgir íbúð er í sameign og er ekki inni í fermetratölu íbúðar.
Þvottahús og þurrkherbergi eru sameiginlegt í kjallara þar sem hver íbúð er með sitt tengi.
Hjólageymsla er í sameiginlegu rými.
Allar nánari upplýsingar veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 8995949 eða á netfanginu gudbjorg@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.