Lýsing
Miklaborg kynnir: Fallega og vel skipulagða tveggja herbergja íbúð á þriðju og efstu hæð á eftirsóttum stað í 101 Reykjavík. Íbúðin sjálf er 51,9 fm. að stærð og sérgeymsla í risi hússins er 3,5 fm. (þó er gólfflötur stærri) samtals er eignin því skráð 55,4 fm. Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, svefnhergbergi og baðherbergi. Um er að ræða sjarmerandi eign í litlu fjölbýlishúsi sem hentar meðal annars vel fyrir fyrstu kaupendur á frábærum og rólegum stað í miðbæ Reykjavíkur.
Allar nánari upplýsingar veitir Gabriel Máni Hallsson lögg. fasteignasali í síma 772-2661 eða gabriel@miklaborg.is
Nánari lýsing
Komið er inn í forstofugang sem tengir öll rými íbúðarinnar saman.
Stofa og borðstofa saman í sér rými með parket á gólfi.
Eldhús í sér rými með rúmri og fallegri eldhúsinnréttingu á heilum vegg. Innréttingin er með innfeld eldhústæki, uppþvottavél, dökka efri og neðri skápa með viðarplötu í borði. Gluggi með opnanlegu fagi í rýminu og flotað gólf.
Baðherbergi er með sturtu og upphengdu wc. Lítil upphengd viðarinnrétting með vask, innfelldur spegill á milli flísa. Ljósar flísar á gólfi og veggjum að hluta til.
Hjónaherbergi er rúmgott með parket á gólfi.
Sérgeymsla í risi hússins en þar er einnig sameiginlegt þvottahús.