Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Knútur Bjarnason
Rúnar Þór Árnason
Gunnar Sv. Friðriksson
Hólmar Björn Sigþórsson
Linda Björk Ingvadóttir
Kristján Þór Sveinsson
María Steinunn Jóhannesdóttir
Ragnheiður Árnadóttir
Vista
svg

284

svg

223  Skoðendur

svg

Skráð  12. nóv. 2025

einbýlishús

Knarrarberg 8

815 Þorlákshöfn

82.900.000 kr.

509.527 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2212432

Fasteignamat

59.350.000 kr.

Brunabótamat

66.950.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1968
svg
162,7 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur
svg
Laus strax
Opið hús: 18. nóvember 2025 kl. 17:30 til 18:00

Opið hús: Knarrarberg 8, 815 Þorlákshöfn. Eignin verður sýnd þriðjudaginn 18. nóvember 2025 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.

Lýsing

Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og Ragnheiður Árnadóttir, löggiltur fasteignasali og Helgafell fasteignasala kynna í einkasölu Knarrarberg 8, 815 Þorlákshöfn:

Um er að ræða 4ra herbergja einbýlishús með stórum bílskúr. Birt stærð eignar er samkvæmt HMS er 162,7 fm., þar af er íbúðarhluti 109,2 og bílskúr 53,5 fm. BÚIÐ ER AÐ STÆKKA BÍLSKÚRINN OG ER HANN 90,24 FM. OG AÐ AUKI HEFUR VERIÐ BYGGÐUR 10 FM SÓLSKÁLI OG ER ÞVÍ HEILDARSTÆRÐ EIGNARINNAR 209,44 FM. Eignin er staðsett miðsvæðis í Þorlákshöfn þar sem stutt er í alla þjónustu, verslanir, leik- og grunnskóla, sundlaug og íþróttahús. 

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAX

Eignin skiptist í forstofu, stofu / borðstofa, eldhús, 3 svefnherbergi, baðherbergi, gang, þvottahús, geymslu (búr) og bílskúr. 

Nánari lýsing:
Forstofa / sólstofa: Sólstofa var byggð við 2010, gólfhiti, skápur við forstofu, flísar á gólfi.
Stofan / borðstofa: Rúmgóð og björt, parket á gólfi.
Eldhús: Eldhús með góðu skápa plássi, flísar á milli skápa, helluborð, bakarofn í vinnuhæð, uppþvottavél, parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott hjónaherbergi, innfelldir fataskápar, parket á gólfi.
Svefnherbergi 2: Gott svefnherbergi, innfeldur fataskápur, parket á gólfi.
Svefnherbergi 3: Gott svefnherbergi, innfeldur fataskápur, parket á gólfi. 
Gangur: Parketlagður svefnherbergisgangur. 
Baðherbergi: Hvít innrétting, sturtuklefi, salerni, flísalagt í hólf og gólf.
Þvottahús: Inn af eldhúsi, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, útgengi út í garð, vaskur, gott skápa pláss, flísar á gólfi.
Geymsla / búr: Inn af þvottahúsi, hillur, dúkur á gólfi. 
Bílskúrinn:  Rúmgóður 90,24 fm bílskúr, búið er að stækka bílskúrinn, gryfja í gófli, heitt og kalt vatn, hiti, loftrörakerfi, bílskúrshurðaopnari, flísar á gólfi.
Lóð: Fallegur einstaklega skjólsæll og gróinn garður. Framan við húsið er steypt innkeyrsla, stétt að og umhverfis húsið er hellulögð. Aftan við húsið er sólpallur til  suður, þvottasnúrur.
Staðsetning: Smellið hér. 

ATHUGIÐ AÐ UM DÁNARBÚ ER AÐ RÆÐA. SELJENDUR HAFA EKKI BÚIÐ Í HÚSINU OG ÞEKKJA Þ.A.L. EKKI ÁSTAND HENNAR TIL HLÍTAR. KAUPENDUR ER ÞVÍ HVATTIR TIL AÐ SKOÐA EIGNINA MEÐ ÞAÐ Í HUGA OG LEITA SÉR AÐSTOÐAR FAGMANNS.

Nánari upplýsingar og bókun á skoðun gefur Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í s. 893 3276 eða í netfangið holmar@helgafellfasteignasala.is og Ragnheiður Árnadóttir, löggiltur fasteigngasali í síma 697 6288 eða ragnheidur@helgafellfasteignasala.is

Þorlákshöfn:
Þorlákshöfn er frábær staður til að búa sér notalegt heimili og ala upp börn. Vinalegur og barnvænn bær í nálægð við aðra þéttbýliskjarna. Í dag er öll þjónusta við barnafólk og fjölskyldur í Þorlákshöfn til fyrirmyndar. Stuttar vegalengdir einfalda allar samgöngur og börnin geta gengið örugg í skóla og tómstundastarf. Skólarnir eru eitt af trompum bæjarins þar sem stutt er vel við bakið á þeim sem þess þurfa. Rúmgóður og vel búinn grunnskóli með persónulegum samskiptum á milli heimilis og skóla. Leikskólinn Bergheimar er fimm deilda leikskóli fyrir tveggja til sex ára börn. Öll íþróttaaðstaða í Þorlákshöfn er mjög góð og ákaflega vel nýtt af bæjarbúum. Margir nýir íbúar hafa nefnt að í stað þess að festa kaup á íbúð á höfuðborgarsvæðinu hafi verið hægt að fá íbúðarhús í Þorlákshöfn og búa fjölskyldunni stærra og rúmbetra heimili í barnvænu umhverfi. 

----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells

- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr.  92.380,- m/vsk.

Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.

img
Hólmar Björn Sigþórsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Helgafell fasteignasala ehf.
Stórhöfði 33, 2. hæð, 110 Reykjavík
Helgafell fasteignasala ehf.

Helgafell fasteignasala ehf.

Stórhöfði 33, 2. hæð, 110 Reykjavík
img

Hólmar Björn Sigþórsson

Stórhöfði 33, 2. hæð, 110 Reykjavík
Helgafell fasteignasala ehf.

Helgafell fasteignasala ehf.

Stórhöfði 33, 2. hæð, 110 Reykjavík

Hólmar Björn Sigþórsson

Stórhöfði 33, 2. hæð, 110 Reykjavík