Lýsing
Miklaborg kynnir mikið endurnýjaða og vel skipulagða 3 - 4 herbergja 66,6 fm2 íbúð á 3. hæð við Njálsgötu í hjarta Reykjavíkur. Íbúðin hefur nýlega verið tekin alfarið í gegn þar sem eldhús, baðherbergi, innréttingar og gólfefni voru endurnýjuð. Með íbúðinni fylgir 28,9 fermetra geymsla undir súð og telja aðeins 0.4 m2 af henni í fermetratölu íbúðar. Þá er í kjallara hússins sameiginlegt þvottahús og hjólageymsla
Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga hjá Friðrik í s. 616 1313
Nánari lýsing: Gengið er inn í anddyri íbúðar af stigapalli í snyrtilegri sameign. Barnaherbergi með tveimur skápum er á vinstri hönd og baðherbergi sem hefur verið stækkað frá upprunalegu skipulagi, á þá hægri. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara í baðherbergi. Sturta er flísalögð og klósett upphengt. Við tekur alrými með stórri eldhúsinnréttingu með vönduðum tækjum og er uppþvottavél innbyggð í innréttingu. Útgengi er á svalir til norðausturs. Inn af alrými er gott hjónaherbergi sem snýr út að garði með stórum sérsmíðuðum fataskápum. Lítil stofa með vænghurðum og frönskum gluggum er þar við hlið. Stofan gæti nýst sem 3ja svefnherbergi og alrými sem eldhús, borðstofa og stofa. Innra skipulag íbúðar hefur verið mikið breytt og er það því ekki í samræmi við samþykktar teikningar. Teikningar af nýju innra skipulagi fylgja með kaupum. Gólfefni íbúðar er kork parket með eikaráferð, með hljóðeinangrandi undirlagi.
Af stigapalli er gengið upp á risloft þar sem eru geymslur fyrir íbúðir hússins, ásamt sameiginlegu rými. Allt undir súð. Geymsla íbúðar á rislofti er 28,9 m2 að grunnfleti skv. HMS. Í kjallara er sameiginlegt þvottahús og hjólageymsla.
Íbúðin er mikið endurnýjuð. Allar innréttingar, tæki og gólfefni hafa verið endurnýjuð, sem og tenglar og raflagnir að hluta. Flestir ofnar hafa verið endurnýjaðir. Gluggar og gler íbúðar hefur einnig verið endurnýjað. Þá var múr og steining húss yfirfarin 2015 og rennur endurnýjaðar 2020.
Frábær eign fyrir fyrstu kaupendur og þá sem eru að leita að íbúð með 2 til 3 svefnherbergi á þessum vinsæla stað í hjarta borgarinnar. Stutt er í alla þjónustu, verslanir, sundlaug, leikskóla, skóla og íþróttasvæði Vals að Hlíðarenda. Þá er góð nálægð við miðbæ borgarinnar. Allar nánari upplýsingar veitir Friðrik Þ. Stefánsson lögmaður og löggiltur fasteignasali í s. 616 1313 eða fridrik@miklaborg.is