Lýsing
Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Snorrason, lgfs., brynjolfur@heimili.is
Nánari lýsing.
Anddyri: Flísar á gólfi, fatahengi og ágætir efri skápar.
Þvottahús: Inn af anddyri, flísar á gólfi, gott pláss, tengi fyrir þvottavél, gluggi með opnanlegu fagi.
Hol/skáli: Tengir saman önnur rými íbúðarinnar. Á gólfi er parket.
Eldhús: Flísar á gólfi, stór innrétting, ágæt vinnuaðstaða, gott skápapláss, pláss fyrir borðkrók, gluggi með opnanlegu fagi.
Borðstofa: Innangengt frá eldhúsi, parket á gólfi, gluggi til vesturs og útgengi á sér svalir eignar.
Setustofa: Í opnu rými með borðstofu, stór gluggi til vesturs og parket á gólfi.
Svefnherbergisgangur: Parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Dúkur á gólfi, lausir fataskápar innan herbergis, gluggi til vesturs.
Svefnherbergi: Dúkúr á gólfi, gluggi til austurs.
Baðherbergi: Endurnýjað vorið 2024, handlaug með ágætum neðri skáp, flísalagður sturtuklefi. Á gólfi og á veggjum eru flísar og á baðherbergi er handklæðaofn.
Eign tilheyrir rúmgóð geymsla í kjallara ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Í húsinu er virkt húsfélag og staða sjóða þar afar góð. Þá er einnig húsvarðaríbúð í kjallara (merkt 00-01) og húsvörður sem sinnir minniháttar viðhaldi.
Skv. upplýsingum frá seljanda voru frárennslislagnir endurnýjaðar árið 2024. Árið 2023 var gert við glugga á vesturhlið húseignar. Árið 2022 var stærri lyftan endurnýjuð og árið 2021 var mynddyrasímakerfi endurnýjað.
Þá var sett upp rafhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla árið 2020 og sama ár var suðurhlið stigahúss klædd.
Vel skipulögð íbúð miðsvæðis í Reykjavík þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, Skeifuna, Glæsibæ og Laugardalinn.
Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Snorrason, lgfs., brynjolfur@heimili.is
Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002. Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á heimili@heimili.is og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.