Lýsing
Miklaborg kynnir: Björt og falleg 87 fm 3ja-4ra herbergja endaíbúð á 3.hæð með fallegu útsýni og svölum í s-vestur ásamt stæði í lokaðri bílgeymslu.
NÁNARI LÝSING:
Komið inn í anddyri með skápum. Baðherbergið er með baðkari, góðri hvítlakkaðri innréttingu og tengi fyrir þvottavél. Eldhús er með hvítri/beiki innréttingur, tengi fyrir uppþvottavél og flísum á milli efri og neðri skápa. Inn af eldhúsi er borðkrókur/borðstofa. Þaðan er gengið út á góðar svalir í s-vestur. Stofan er sérlega rúmgóð og björt. Stofan hefur verið stækkuð á kostnað þriðja svefnherbergis en auðvelt er að breyta aftur og er hurðin til í geymslu. Barnaherbergið er rúmgott. Hjónaherbergi er með góðum hvítum/beiki skápum. Í kjallara er geymsla sem er um 6 fm. Stæði í lokaðri bílgeymslu fylgir eigninni.
GÓLFEFNI: Ljóst eikarparket er á öllum gólfum nema baðherbergi en það er flísalagt í hólf og gólf með hvítum flísum
VEL SKIPULÖGÐ EIGN Á FRÁBÆRUM STAÐ ÞAR SEM STUTT ER Í LEIK,- OG GRUNNSKÓLA
Allar nánari upplýsingar gefur
Óskar Sæmann Axelsson löggiltur fasteignasali í síma 691-2312 eða osa@miklaborg.is